Body Balance

     

Í átt að jafnvægi.

 Body Balance tengir líkama og sál og mun breyta þeirri tilfinningu sem þú hefur fyrir líkama þínum til frambúðar.  Þægilegur tími þar sem þjálfað er eftir tónlist sem skilar þátttakendum afslöppuðum og endurnærðum. 

Body Balance blandar saman því besta úr austurlenskri þjálfun eins og yoga og tai chi með nýjum æfingum eins og pilates og feldenkrais.  Virk öndun, einbeiting og vandlega útfærðar teygjur, hreyfingar og stöður sem auka samræmi og jafnvægi líkama og sálar. 

Tímarnir eru styrkjandi og tóna vöðva líkamans auk þess að losa um stífa og auma vöðva.  Það réttist úr þér, þú verður sterkari og liðugri og meðvitaðri bæði andlega og líkamlega. 

Body Balance hentar öllum og þá sérstaklega þeim sem eru stífir og vilja losa um stress og streytu og vinna þannig gegn slæmum fylgifiskum nútíma lifnaðarhátta.

Þú slærð tvær flugur í einu höggi- þjálfar líkama og sál.