Fréttir

Árskortshafar og áskriftarkortshafar fá lása á skápana

Árskortshafar og áskriftarkortshafar á Bjargi athugið! Við ætlum að gleðja ykkur og gefa ykkur lása á skápana í búningsklefunum.  Það sem þið þurfið að gera er að koma við í afgreiðslunni. Góða helgi!

Námskeið að hefjast og lengri Hot Yoga tímar

Opna vikan á enda og við þökkum öllum sem mættu kærlega fyrir komuna! Það var mjög góð mæting og margir að prufa tíma sem þeir höfðu ekki prufað áður og einnig var gaman að sjá hvað það komu margir að taka æfingu í tækjasalnum.NámskeiðÍ vikunni hefjast þrjú námskeið. Á morgun mánudag hefst námskeiðið Hraustar sem ætlar er stelpum á aldrinum 12 - 15 ára. Námskeiðið er kl. 14.45 á mánudögum og 15. 30 á fimmtudögum. Enn er hægt að skrá sig og koma inn í hópinn og við tökum á móti frístundaávísunum. Lífstíllinn hefst á þriðjudag (6.sept) kl.18.30 og Dekur 50+ hefst á miðvikudaginn (7.sept) k.16.30. Við seinkum mömmunámskeiðinu Frískum um viku og áætlum að það fari af stað þriðjudaginn 13.september. Skráningar á öll námskeið eru í fullum gangi og við hvetjum fólk til að kynna sér hvað er í boði.Hot YogaHot Yoga kennararnir eru í svakalegum gír og því hefur verið ákveðið að seinnipartstímarnir verði 75 mínútur og hefjast þeir kl.17.15 frá og með morgundeginum. Á sunnudögum koma þeir svo til með að vera í heilar 90 mínútur og hefjast þá kl.10.15. Tímarnir eru vinsælir og því er ráðlegt að mæta tímanlega og fá númer í afgreiðslunni. Hlökkum til að taka á móti ykkur!