Fréttir

Lítið um athugasemdir.

Tímatafla haustsins er búin að hanga uppi í hálfan mánuð til umsagnar og athugasemda. Tvær óskir voru áberandi fjölmennastar og var orðið við þeim.

Langbest!

Þá er þrautinni lokið og ég breyti bara fréttinni um að þrautin verði í að hún sé búin. Þingeysk þríþraut, synda, hjóla hlaupa og byrjað í sundlauginni á Laugum.

Skemmtilegt sipp!

Jump fit tíminn var í gær og ekki var þetta nú beint auðvelt en skemmtileg tilbreyting. Ótrúlega erfitt fyrir upphandleggsvöðvana og frábær þolæfing.

Munið eftir gæslunni!

Við höfum aldrei boðið uppá jafnmikla barnagæslu að sumri til og núna. Nýtingin er ágæt og til dæmis komu 13 krakkar í morgun. Gæslan er frí og erum við frumkvöðlar í því hér á landi.

Frábært á útisvæðinu!

Það er svo frábært skjól á útisvæðinu okkar þessa dagana og notalegt að vera þar í blíðunni. Um síðustu helgi komu 3 hópar í dans og ýmsa vitleysu og svo var farið í pottana á eftir.

Hetjur á færibandi!

Það var víst góður hópur af fólki sem er að æfa hjá okkur sem kláraði tindana 24 á 24 tímum, og Rannveig sigraði í Laugavegshlaupinu!!!

Jump fit!

Valdís Sylvía Sigþórsdóttir kemur á fimmtudaginn og verður með kynningartíma í Jump fit þar sem þú vinnur mest með sippuband.

Útiæfingar og sólbað!

Fólk er að átta sig á okkar glæsilegu útiaðstöðu og kemur hingað í sólbað þegar allt er fullt í sundlaugunum.

Snæfell !

Það er kominn upp skráningarlisti fyrir gönguna á Snæfell í lok júlí. Steini P. er búinn að panta gistinu í skálanum fyrir um 25 manns svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst. Sjá nánar.

Hjólahópur á Mývatni!

Hjólahópurinn hjólaði í kringum Mývatn á þriðjudag. Allir eru í sæluvímu með ferðina, en þau fóru í Valagjá á eftir og svo í mat til Lilju og Gísla. frábært framtak hjá þeim.