Fréttir

Vo2max námskeið 1. október.

1. október fer af stað námskeið fyrir fólk í góðu formi sem vill komast enn lengra. Námskeiðið verður í 11 vikur og kostar 15000kr.

Brjáluð vika!

Það var rosa stemming og gaman í Body Pump tímanum á þriðjudaginn sl. þegar 5 kennarar frumfluttu nýtt Pump. Já, það var strákur með, Binni kom "sterkur inn".

Gravity Plús og Body Jam á betri tíma!

Gravity Plús tíminn á föstudögum verður klukkutíma fyrr eða kl. 17:15 frá og með morgundeginum. Body Jam á miðvikudögum mun líka verða fyrr á ferðinni, kl. 17:30 í stað 18:15.

Akureyrarhlaup og þríþraut.

Akureyrarhlaupið fór fram á laugardag og var UFA og KEA til sóma. Allt gekk upp, meira að segja veðrið. Hjólahópur Bjargs skellti upp þríþraut sem tókst mjög vel, úrslit myndir og annað eru inná http://thrithraut2006.bloggar.is/

Body Balance

Hulda og Abba ætla að frumflytja nýjan Balance á laugardag kl. 10:30. Hvetjum alla til að koma.

Matreiðslunámskeið fyrir lífsstíl.

Kennarinn klikkaði sem ætlaði að vera með matreiðslunámskeiðið svo Abba ætlar að bulla eitthvað sjálf.

Gravity inn og út!

Gravity tíminn á þriðjudagsmorgnum kl. 06:15 er kominn inn aftur. Hann er opinn og það þarf að skrá sig. Miðvikudagstíminn kl. 07:30 er ekki að virka þannig að við tökum hann út í staðinn.

STÓR Body Pump tími

Það verður frumflutningur á nýju Body Pumpi á þriðjudaginn og allir kennararnir með (Sólrún, Anna, Jóna, Birgitta og Binni). Hvetjum fólk til að mæta í rauða pupm litnum.

Box á laugardögum

Það er allt brjálað í boxinu og því ætlum við að setja inn þriðja tímann, á laugardögum klukkan 12:30. Gott fyrir þá sem sofa lengi eða eru að vinna á laugardagsmorgnum.

Þema í spinning og Body Jam næsta föstudag.

Það eru einlæg tilmæli frá kennurum í jamminu að allir mæti næst í einhverju danslegu. Öðruvísi bol, stuttum kjól og leggings, með griflur eða hárband. Anný og Tryggvi verða með áskorendatíma í spinning.