28.09.2007
Við gefum öllu skólafólki 20% afslátt af öllum kortum. Allir nemendur, kennarar og starfsfólk í skólum fær þennan afslátt.
27.09.2007
Það verður fjölskyldudagur hjá okkur á sunnudaginn. Þá geta krakkar á öllum aldri komið og æft í fylgd forráðamanns. Tækjasalurinn verður opinn fyrir þau og tímar í Gravity kl. 11:30 og spinning kl. 12:30.
26.09.2007
Það er fyrirlestur um hollt og gott mataræði í kvöld kl. 20:45. Fyrirlesturinn er fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi, Nýr lífsstíll, Fit Pilates og Gravity.
25.09.2007
Hefur þig langað til að vera þinn eigin DJ í spinning? Nú er tækifærið! Spinningtíminn á föstudaginn næsta verður óskalagaspinning.
24.09.2007
1. október fer af stað námskeið fyrir fólk í góðu formi sem vill komast enn lengra. Námskeiðið verður í 11 vikur og kostar 15000kr.
23.09.2007
Það var rosa stemming og gaman í Body Pump tímanum á þriðjudaginn sl. þegar 5 kennarar frumfluttu nýtt Pump. Já, það var strákur með, Binni kom "sterkur inn".
20.09.2007
Gravity Plús tíminn á föstudögum verður klukkutíma fyrr eða kl. 17:15 frá og með morgundeginum. Body Jam á miðvikudögum mun líka verða fyrr á ferðinni, kl. 17:30 í stað 18:15.
19.09.2007
Akureyrarhlaupið fór fram á laugardag og var UFA og KEA til sóma. Allt gekk upp, meira að segja veðrið. Hjólahópur Bjargs skellti upp þríþraut sem tókst mjög vel, úrslit myndir og annað eru inná http://thrithraut2006.bloggar.is/
19.09.2007
Hulda og Abba ætla að frumflytja nýjan Balance á laugardag kl. 10:30. Hvetjum alla til að koma.
19.09.2007
Kennarinn klikkaði sem ætlaði að vera með matreiðslunámskeiðið svo Abba ætlar að bulla eitthvað sjálf.