16.03.2007
Abba tók fullt af myndum í gær sem má skoða á myndasíðunni. Skyrbarinn er kominn niður og þar má kaupa smoothie úr hollu hráefni.
15.03.2007
Við kláruðum þrjú Lífsstílsnámskeið á mánudaginn og var árangurinn glæsilegur að vanda. þrjár náðu að létta sig um 10% á 8 vikum sem er mjög erfitt og fengu þær 6 mánaða kort í verðlaun fyrir það og allar nældu þær sér í 3 mánuði í viðbót fyrir að léttast mest og taka af sér flesta sentimetra í sínum hóp.
14.03.2007
Sáuð þið Kastljósið á föstudagskvöldið? Þar var talað við Söndru Krumpkennara í Kramhúsinu og nokkra sem eru að dansa með henni.
12.03.2007
Núna getur fólk horft og hlustað á sjónvarpið í hlaupabrettunum nýju, einnig útvarpsstöðvarnar.
06.03.2007
Það er oft sem við fáum að heyra það að börnin draga mömmu og pabba í ræktina því þau vilja komast í barnagæsluherbergið.
05.03.2007
Við erum búin að gera óformlega könnun hvort fólk vill koma á Árshátíð með mat og öllu eða bara partý. Flestir vildu bara ódýrt partý þar sem við gætum skemmt okkur og dansað vel og lengi.
03.03.2007
Við eigum von á 8 nýjum Technogym hlaupabrettum með sjónvarpsskjám og tveimur vive upphitunartækjum í kringum næstu helgi. Því var ráðist í það að taka skyrbarinn niður til að búa til pláss.
14.02.2007
Það verður Body jam kennaranámskeið í Reykjavík helgina 23., 24. og 25. mars. Það geta allir farið á svona námskeið og þau eru erfið en skemmtileg.
12.02.2007
Álagið er mikið á okkar frábæru kennara sem kenna allir frá 8 tímum á viku uppí 20. Við erum búin að lauma inn nýjum kennurum í Gravity og Fit Pilates (Anný) og Hrafnhildur er alltaf að koma meira inn í Body Jammið. Brynjar Helgi Ásgeirsson fór á Gravity Pilates kennaranámskeið og í æfingabúðir til Tryggva spinningkennara.
06.02.2007
Miðvikudaginn 14. febrúar verður Borghildur Blöndal með fyrirlestur um rétt mataræði kl. 20:45. Abba kemur með veitingar, fullt af uppskriftum og sýnishorn af ýmsum hollustuvörum.