Hetjur á færibandi!

Það var víst góður hópur af fólki sem er að æfa hjá okkur sem kláraði tindana 24 á 24 tímum, og Rannveig sigraði í Laugavegshlaupinu!!!Það var víst góður hópur af fólki sem er að æfa hjá okkur sem kláraði tindana 24 á 24 tímum.  Við vitum bara um hluta af þeim, hjólagarpana Halldór, Gísla, Tomma Leifs og Önnu Sigrúnu.  Gott væri að fá fréttir af fleirum.  Rannveig Oddsdóttir hljóp sitt fyrsta Laugavegshlaup um helgina og var að sjálfsögðu fyrsta konan í mark og ellefta yfir allt, en 133 kláruðu þetta 55km klaup úr Landmannalaugum í Þórsmörk. Tókum eftir að hádegisskokkararnir Halldór Halldórsson og Leonard Birgisson voru með og stóðu sig vel. Rannveig náði öðrum besta tíma kvenna frá upphafi, var aðeins 6 mínútum frá því að slá metið.  Til hamingju, þið eruð hetjur.