18.04.2007
Já, ég er að fara til Tenerife á morgun og verð næstu 5 vikurnar með skemmtilegu fólki sem komið er af léttasta skeiði.
12.04.2007
Þriðjudaginn 17. apríl verður Borghildur Blöndal með fyrirlestur um rétt mataræði hér á Bjargi. Fyrirlesturinn verður klukkan 20:00
11.04.2007
Næstu námskeið í Fit Pilates hefjast 17. apríl. Kennt er tvisvar í viku í 4 vikur og kostar námskeiðið 7000kr.
09.04.2007
Sólrún var að keppa í fitness um páskana í fyrsta skipti og gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti í flokki 35 og eldri og líka í flokki undir 164cm.
04.04.2007
Sólrún Stefánsdóttir, kennari hér á Bjargi ætlar að keppa í fitness um helgina. Hún verður með í aðalkeppninni þar sem eru 18 stelpur og líka í aldursflokknum 35+ þar sem eru 6 keppendur.
02.04.2007
Það var góð stemming og mikill fjöldi sem lét sjá sig á Græna Hattinum á laugardaginn. Stelpurnar frá dansstúdíóinu Point dönsuðu tvo flotta dansa.
30.03.2007
Það verður gleðskapur á Græna Hattinum fyrir alla sem æfa á Bjargi og gesti þeirra á morgunn. Húsið opnar klukkan 21 og skemmtiatriði byrja um kl. 22:00.
26.03.2007
Rúmlega 20 manns mættu í kynningartímann í Body Vive. Þetta kom flestum á óvart og hópurinn skemmti sér vel og svitnaði mikið.
21.03.2007
Davíð einkaþjálfari er mjög duglegur að bæta við þekkingu sína og fer á mörg námskeið á hverju ári. Hann er nýkomin heim frá Toronto í Kanada þar sem hann lærði allt um posturologi, eða líkamsstöðu.
19.03.2007
Sandra var frábær um helgina og náði góðum árangri með þau sem mættu um helgina. Því miður var rosalega léleg mæting sem er synd, því hún er sú besta í þessu og dansinn er skemmtilegur.