25.04.2007
Það fóru þrjár stelpur á Body Jam kennaranámskeið um daginn og tvær þeirra sáu um Body Jam tímann á laugardaginn og stóðu sig eins og hetjur, en þær heita Gerður og Eva.
18.04.2007
Já, ég er að fara til Tenerife á morgun og verð næstu 5 vikurnar með skemmtilegu fólki sem komið er af léttasta skeiði.
12.04.2007
Þriðjudaginn 17. apríl verður Borghildur Blöndal með fyrirlestur um rétt mataræði hér á Bjargi. Fyrirlesturinn verður klukkan 20:00
11.04.2007
Næstu námskeið í Fit Pilates hefjast 17. apríl. Kennt er tvisvar í viku í 4 vikur og kostar námskeiðið 7000kr.
09.04.2007
Sólrún var að keppa í fitness um páskana í fyrsta skipti og gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti í flokki 35 og eldri og líka í flokki undir 164cm.
04.04.2007
Sólrún Stefánsdóttir, kennari hér á Bjargi ætlar að keppa í fitness um helgina. Hún verður með í aðalkeppninni þar sem eru 18 stelpur og líka í aldursflokknum 35+ þar sem eru 6 keppendur.
02.04.2007
Það var góð stemming og mikill fjöldi sem lét sjá sig á Græna Hattinum á laugardaginn. Stelpurnar frá dansstúdíóinu Point dönsuðu tvo flotta dansa.
30.03.2007
Það verður gleðskapur á Græna Hattinum fyrir alla sem æfa á Bjargi og gesti þeirra á morgunn. Húsið opnar klukkan 21 og skemmtiatriði byrja um kl. 22:00.
26.03.2007
Rúmlega 20 manns mættu í kynningartímann í Body Vive. Þetta kom flestum á óvart og hópurinn skemmti sér vel og svitnaði mikið.
21.03.2007
Davíð einkaþjálfari er mjög duglegur að bæta við þekkingu sína og fer á mörg námskeið á hverju ári. Hann er nýkomin heim frá Toronto í Kanada þar sem hann lærði allt um posturologi, eða líkamsstöðu.