06.02.2007
Miðvikudaginn 14. febrúar verður Borghildur Blöndal með fyrirlestur um rétt mataræði kl. 20:45. Abba kemur með veitingar, fullt af uppskriftum og sýnishorn af ýmsum hollustuvörum.
04.02.2007
Æ, setti inn frétt í gær og tímasetningu á tímanum í dag, en sé núna að hún hefur ekki farið inn. það verður Afró tími í dag kl. 14:00 og er hann opinn fyrir alla.
30.01.2007
Það verður kennsla í Afró dansi frá Kramhúsinu núna um helgina, spennandi. Boðið verður uppá 3 hópa: 20 ára og yngri, eldri en 20 ára og svo blandaðan fjölskylduhóp.
18.01.2007
Frábær mæting er í alla tíma núna og tækjasalinn og mun fleiri virk kort en fyrir ári síðan. Til dæmis mættu 57 konur í konutímann á mánudag og 56 í gær.
18.01.2007
Það voru um 25 Knattspyrnumenn frá Þór á æfingu hér í morgunn. Lárus Orri lét þá puða vel á góðri þrekæfingu.
15.01.2007
Annað námskeiðið í Fit pilates hefst í dag og hitt a morgun. Bæði eru full og biðlistar inn. Við tökum 20 á námskeiðið svo það fari vel um alla.
12.01.2007
Það verður kennaranámskeið hér um helgina í Gravity Pilates. Um 10 manns ætla að læra allt um bekkinn og pilates.
10.01.2007
Það eru þrjú lífsstílsnámskeið að byrja í dag. Morgunhópur kl 09:30, og tveir kvöldhópar kl 18:30 og 19:30.
09.01.2007
Það verður frumflutningur á nýja Body Pumpinu á fimmtudaginn kl 17:30. Stelpurnar 4 ætla allar að kenna og gaman væri að sem flestir kæmu í rauðu sem er Body Pump liturinn!
09.01.2007
Við ætlum að halda áfram að hafa frítt í Body jam á laugardögum. Allir sem hafa gaman af dansi geta mætt þá og þurfa ekki endilega að eiga kort hér. Góð kjör fyrir skólafólk.