17.09.2007
Gravity tíminn á þriðjudagsmorgnum kl. 06:15 er kominn inn aftur. Hann er opinn og það þarf að skrá sig. Miðvikudagstíminn kl. 07:30 er ekki að virka þannig að við tökum hann út í staðinn.
17.09.2007
Það verður frumflutningur á nýju Body Pumpi á þriðjudaginn og allir kennararnir með (Sólrún, Anna, Jóna, Birgitta og Binni). Hvetjum fólk til að mæta í rauða pupm litnum.
17.09.2007
Það er allt brjálað í boxinu og því ætlum við að setja inn þriðja tímann, á laugardögum klukkan 12:30. Gott fyrir þá sem sofa lengi eða eru að vinna á laugardagsmorgnum.
17.09.2007
Það eru einlæg tilmæli frá kennurum í jamminu að allir mæti næst í einhverju danslegu. Öðruvísi bol, stuttum kjól og leggings, með griflur eða hárband.
Anný og Tryggvi verða með áskorendatíma í spinning.
13.09.2007
Nú er búið að setja festingar á flesta skápa þannig að hægt er að læsa í búningsherbergjum. Hver og einn kaupir lás á 200kr, má líka nota ef þið eigið einn heima.
12.09.2007
Það verða öðruvísi spinningtímar á föstudögum. Síðasta föstudag voru t.d. 2 kennarar að kenna og núna verður þema í tímanum. Allir eiga að mæta í einhverju rauðu eða með eitthvað rautt.
12.09.2007
Við erum búin að draga úr þeim sem skrifuðu nafnið sitt í gestabókina í opnu vikunni. 1370 skrifuðu sig. Fjögur þriggjá mánaða kort voru dregin út og nöfnin eru: Elísa Ásmundsdóttir, Ingimar Eydal, Ragnheiður Einarsdóttir og Kristín Hanna.
12.09.2007
Það var æfing númer tvö hjá þessum tveimur í dag. Þeir eru lagðir af stað eins og svo margir aðrir og það verður ekkert stoppað núna.
11.09.2007
Skráning er í fullum gangi á Gravity námskeiðin sem byrja 17. september. Nánar undir liðnum námskeið/Gravity.
07.09.2007
Það er brjáluð aðsókn í alla tíma og fólk tekur vel við sér í opnu vikunni. Svona á þetta ad vera. Við viljum að fólk komi og athugi hvað því finnst skemmtilegast og prufi sem mest.