Fréttir

Jónsmessuhátíð Bjargs!

Jibbííí... Já, það verður hátíð hjá okkur 23. og 24. júní. Opið hús alla helgina og frítt í líkamsrækt. Byrjum með 30 mínútna tíma kl. 09:30 og svo tekur annar við kl. 10:00 og svo áfram til kl. 12:00.

Gaman!

Það voru 19 manns sem mættu i sólarlagshlaupið. 5 hlupu, 7 hjóluðu og 7 gengu.

Frítt í Gravity í sumar!

Það verður frítt í opnu Gravity tímana í sumar. Bendum á að tíminn á fimmtudögum er erfiðari en hinir. Munið bara að stilla bekkinn ekki of hátt ef ykkur finnst eitthvað erftitt.

Sólarlagshlaup upp í Hlíðarfjall.

Hlaupahópur UFA hefur farið í sólarlagshlaupatúra undanfarin ár og þá oftast í Ólafsfjarðarmúlann. Nú á að fara uppí Hlíðarfjall næsta laugardagskvöld.

Yoga námskeið!

Það verður Yoganámskeið hér í júní. Öll skráning fer fram hjá Guðmundi í síma 692-2072. Námskeiðið stendur í 4 vikur og eru tímarnir á mánu og miðvikudögum kl. 18.30 og á föstudögum kl. 16.30.

Rugludagar!

Eins og þeir sem kíkja á töfluna til að tékka hver er að kenna hinn og þennan tíma þá hafið þið kannski tekið eftir að hún er ekki samkvæmt sem þið eigið að venjast. Óli er farinn til Tenerife og verður í viku þar hjá Öbbu og koma þau saman heim um Hvítasunnuhelgina. Svo eru Jóna, Anný og Tryggvi að fara til London.....

Hlaupanámskeiðið farið af stað með stæl!

Hlaupanámskeiðið hófst á mánudaginn. Og mættu rúmlega 30 manns í þennan fyrsta tíma. Enn er hægt að vera með þó að fólk missi af fyrsta tímanum....

Lífsstíllinn búinn!

Við vorum að útskrifa Lífsstílsnámskeiðin okkar þrjú með glæsilegum árangri og fengu þau í verðlaun sem nemur 32 mánuðum af líkamsrækt og marga aðra glæsilega vinninga. Hægt að er að lesa nánar undir liðnum Námskeið.

Sólarkveðja!

Ótrúlegt að heimasíðan og bara allt skuli geta gengið án mín. Þetta sýnir að við erum með frábært starfsfólk. Ég hef það gott úti á Tenerife og er að fíla mig í botn með eldri borgurum.

Línuskautanámskeið!

Arnari Valsteinssyni Línuskautakennaranum okkar langar til að reyna að hafa línuskautanámskeið í sumar. Í tillögunni af sumartöflu voru þessir tímar settir inn á mánu og miðvikudögum....