Fréttir

Námskeið í jólagjöf!

Hvernig væri að gefa 6x6x6 námskeið í jólagjöf?  Gefa makanum námskeið til að komast í betra form?  Gravitynámskeið á 13900kr fyrir mömmu t.d.  Lífsstílsnámskeið, CrossFit eða Body Fit boltanámskeið.  Sniðug gjöf og smá pressa á viðkomandi að drífa sig af stað.

Allir í Zumbu!!!

Það er frábær mæting í Zumbu danstímana á Bjargi.  Yfir 50 konur á öllum aldri koma, sveifla mjöðmunum, fylla á gleðihormónin og styrkja kvið og bak.  Tímarnir eru á mánudögum kl 16:30, fimmtudögum kl 18:30 og svo er aukatími fyrir áhugasamar á laugardögum kl 11:30.  Streytulosandi tímar og þannig er öll líkamsrækt hvað sem hún heitir, losar um spennu og hjálpar okkur að takast á við lífið.

Nóg pláss í Hot Yoga næsta sunnudag.

Það er pláss fyrir 15 manns í Hot Yoga næsta sunnudag og því ekki þörf á að skrá sig, bara mæta og njóta.

Kári Steinn með fyrirlestur í kvöld.

Kári Steinn Karlsson Íslandsmethafi í maraþoni og væntanlegur þáttakandi á næstu Olympíuleikum verður með fyrirlestur á Hótel KEA kl 20 í kvöld.  Kári mun fjalla um æfingaaðferðir sínar og annað í sambandi við hlaup.  Fyrirlesturinn er öllum opinn og kostar ekkert.

Fyrirlestur og súkkulaði

Hrafnhildur Reykjalín verður með fyrirlestur á miðvikudag kl 20 hér á Bjargi.  Hún ætlar að tala almennt um hollt líferni og lífsgæði.  Þá mun hún sýna gerð hrásúkkulaðis. Fyrirlesturinn er fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi, Gravity, Lífsstíl, CrossFit, Skvísunámskeið og 6x6x6x áskorun og kostar ekkert.  Hvetjum ykkur til að mæta, hlusta, spjalla og smakka.

Anný með Ólatímann

Anný ætlar píska ykkur út í Ólatímanum á morgun.  Guðrún mun sjá um Lífsstílinn og Hóffa balancerar alla í Body Balance.  Eva tekur svo tvo danstíma, Zumba kl 11:30 og Body Jam kl 13:00.  Flottur laugardagur framundan.

Gravitynámskeið 17:30

Það verður framhald á einu Gravitynámskeiði núna þegar þau sem eru í gangi klárast.  17:30 hópurinn heldur áfram og fyrsti tíminn á nýju námskeiði er 21. nóvember.  Skráning á öll hin námskeiðin sem byrja í janúar 2012 hefst í desember.

255 keyptu sér mánaðarkort á 5500kr í Hópkaupstilboðinu sem lauk í gær.

Það voru góð viðbrögð við hópkaupstilboðinu okkar og margir notfærðu sér að kaupa ódýrt mánaðarkort og einn smoothie fylgir með.  Það er hægt að nota þessi kort eftir áramót, alveg til 10 maí.  Líklega eru sumið að gefa þau í jóla og afmælisgjafir sem er sniðugt.

Pláss fyrir 6-10 í Hot Yoga á sunnudag

Síðasta sunnudag mættu bara 6 í Hot Yoga og hina sunnudagana á undan voru 6-15 að mæta.  Mikil ásókn er í Hot Yoga hjá íþróttahópum og höfum við því boðið 25 íþróttamönnum að koma næsta sunnudag kl 11. 

Vá, loksins ný heimasíða!

Halló, halló, og velkomin á nýju heimasíðuna.  Hún virkar vonandi vel og allt á að vera mjög aðgengilegt og auðvelt.  Bestu þakkir til strákanna hjá Stefnu fyrir hönnunina og Jóhann Ólafur Athyglismaðurinn fær bestu þakkir fyrir að koma þessu á koppinn með mér.  Kveðja og hamingjuóskir Abba.