Hot Yoga á sunnudögum

Það eru of fáir að mæta í Hot Yoga á sunnudögum miðað við kostnað og umstang.  Við ætlum samt að gefa tímanum séns og færa hann til um klukkutíma.  Tíminn næsta sunnudag verður því kl 10:05 og kennarinn lætur vita í upphafi tímans hvort hann verður í 60 mínútur eða lengri.  Klukkutíma tímarnir virðast vera vinsælastir þó kennurunum þyki 90 mínúturnar bestar.  Það þarf ekki að skrá sig í þessa tíma, bara mæta.  Allir sem æfa íþróttir á Akureyri innan IBA geta komið í þennan tíma og borga aðeins 500kr.