Frábær árangur hjá 6x6x6 áskorun fyrir karla og konur.

Karlarnir kláruðu 6 vikna áskorunina í morgun og konurnar í síðustu viku.  Þetta er áskorun fyrir fólk sem treystir sér til að æfa 6x í viku, komast í gott form og losna við síðustu 4-6 kílóin.  Meðallétting á báðum námskeiðunum var um 4 kíló en sentimetrarnir fuku og þolið, styrkurinn og brosið hafði aukist.  Annað námskeið hófst hjá stelpunum á þriðjudag og nýtt karlanámskeið fer af stað eftir rúma viku.