Brjáluð vika!

Tvær bleikar með Evu og Öbbu
Tvær bleikar með Evu og Öbbu
Það var rosa stemming og gaman í Body Pump tímanum á þriðjudaginn sl. þegar 5 kennarar frumfluttu nýtt Pump. Já, það var strákur með, Binni kom "sterkur inn". Það var rosa stemming og gaman í Body Pump tímanum á þriðjudaginn sl.þegar 5 kennarar frumfluttu nýtt Pump.  Já, það var strákur með, Binni kom "sterkur inn".  Það var síðan mikið stuð á föstudeginum.  Spinningtíminn hjá Anný og Tryggva fylltist og komust ekki allir að.  Það var jafntefli í kosningunni um hvort spilaði betri lög í hinum ýmsu flokkum: rokk, diskó, partý, gleði..... Abba og Eva fengu líka um 30 stelpur í Body Jam á föstudag.  Allar mættu í góðum dansfíling og flott klæddar.  Óli var svo með Gravity Plús á sama tíma og keyrði liðið út.  Stemmingin var frábær og langt síðan við höfum verið með um 75 manns í tímum kl 17:30 á föstudegi.  Flestir fóru svo í pottana og gufuna á eftir.  Hulda og Abba kenndu svo æðislegan Balance á laugardag. Abba endaði svo á því að vera með matreiðslukennslu fyrir 40 manns á laugardeginum.  Hún eldaði og gaf smakk á 7 réttum.   Þökkum fyrir frábæra stemmingu. Myndir.