13.11.2007
Nú eru tvö námskeið búin í Gravity Pilates og mikil ánægja með þessa leikfimi. Nemendur hafa lært rétta framkvæmd æfinganna með öndun.
13.11.2007
Vo2max hópurinn hefur verið með útiæfingar á mánudögum og fimmtudögum. Fimmtudagsæfingarnar verða framvegis inni og niðri í Gravity salnum.
08.11.2007
Þemað hjá Tryggva í spinning á föstudag 9. nóv. verður Guns n´roses. Hann ætlar að spila lög af plötunni Appetite for destruction.
06.11.2007
Partý, partý!!! Já, það verður partýstemming í Body jamminu föstudaginn 9. nóvember. Eva og Abba ætla að frumflytja nýtt prógram með fullt af flottum sporum og góðri tónlist.
05.11.2007
Það voru margir sem notfærðu sér axlanuddið í heita pottinum um helgina. 26 mættu í Body Balnce á laugardag og um 20 í teygjur og slökun hjá Önnu Birnu á sunnudag.
05.11.2007
Það er gaman að segja frá því að siglingaklúbburinn Nökkvi er annað árið í röð með sína menn hér í þrekæfingum og lyftingum. Brynjar Helgi sér um þjálfun þeirra hér.
05.11.2007
Það voru margir sem voru í burtu um síðustu helgi og því lofaði Abba að hafa aftur kennslu um næstu helgi. Hún er ekkert voðalega ánægð með mætinguna síðast, það voru 40 skráðir en 20 mættu.
31.10.2007
Það verður matreiðslukennsla fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi (lífsstíll, Gravity, Gravity Pilates, Vo2max) á laugardaginn næsta kl. 13:00. Abba ætlar að elda sinn daglega skyndimat.
31.10.2007
Við ætlum að dekra við viðskiptavini okkar um helgina. Það verður kósí stemming í húsinu, kertaljós og vínber.
31.10.2007
Við færðum Gravitybekkina yfir í stærri salinn í kjallaranum í haust og bættum einum bekk við. Það er meira pláss og fer betur um alla.