Fréttir

Matreiðslukennsla aftur um næstu helgi

Það voru margir sem voru í burtu um síðustu helgi og því lofaði Abba að hafa aftur kennslu um næstu helgi. Hún er ekkert voðalega ánægð með mætinguna síðast, það voru 40 skráðir en 20 mættu.

Matreiðslukennsla!

Það verður matreiðslukennsla fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi (lífsstíll, Gravity, Gravity Pilates, Vo2max) á laugardaginn næsta kl. 13:00. Abba ætlar að elda sinn daglega skyndimat.

DEKURHELGI

Við ætlum að dekra við viðskiptavini okkar um helgina. Það verður kósí stemming í húsinu, kertaljós og vínber.

Gravity námskeið

Við færðum Gravitybekkina yfir í stærri salinn í kjallaranum í haust og bættum einum bekk við. Það er meira pláss og fer betur um alla.

ROKK OG RÓL í spinning á föstudag!

Binni verður í rokkstuði á föstudaginn í spinningtímanum kl. 17:30. Þemað verður Rokk og Ról og allt verður vitlaust.

Barnagæslan lokar kl. 19 á föstudögum

Það eru yfirleitt mjög fá eða engin börn að nýta sér barnagæsluna á föstudögum eftir kl. 19 þannig að við ætlum formlega að stytta hann til kl. 19. frá og með næstkomandi föstudegi 26.október.

Lífsstíll!!!

Muna að skrá sig í kennslu í tækjasal það var markmið síðustu viku.

Frítt í RPM

Það er frítt fyrir alla í RPM í október. Þeir sem ekki eiga kort hér geta því mætt einu sinni í viku og hjólað með Önnu í RPM.

BODY VIVE

Nýir tímar frá Les Mills kerfinu. Nýtt á Íslandi og við erum eina stöðin á Norðurlandi sem kennir þetta kerfi. Tímarnir eru blanda af þoli, styrk og liðleika, en aðallega skemmtun.

Fullt af námskeiðum að byrja!

Fjögur Gravity námskeið eru að byrja í dag og slatti af nýju fólki er að koma inn í Lífsstílshópana þrjá og klára með þeim síðustu 7 vikurnar.