19.12.2007
Í síðasta spinningtímanum fyrir jól, á föstudaginn kl 06:20 verður sannkallaður jólatími.
Spiluð verða "öðruvísi jólalög" í bland við nokkur klassísk, verðlaun fyrir flottasta jóladressið og brjálað stuð. Komdu þér í jólaskap á jólahjólinu.
14.12.2007
Getraun ársins! Þessi sást á brettinu, Stúfur eða þvörusleikir?
14.12.2007
Það er fullt í spinning núna, um 30 manns og allir í jólastuði. Spinningkennararnir komu og skreyttu salinn með músastigum og spreyjuðu á speglana.
12.12.2007
Það var svaka stemming í Liverpoolþemanu í spinning sl. föstudag og flestir í fótboltabúning en ekki bítlabúning. Anný verður með "jólahjól" þann 14. des.
12.12.2007
Súpergengið og Vo2max ætla að fjölmenna í tíma á föstudaginn kl 17:30, spinning, Gravity, Body Jam eða útihlaup og svo verður gleði í heitu pottunum og gufunni á eftir.
12.12.2007
Hvernig væri að gefa Gravitynámskeið í jólagjöf? Eða Lífsstílsnámskeið, mánaðarkort eða bara árið? Besta gjöfin fyrir alla.
07.12.2007
Tryggvi verður með Liverpool þema í spinning kl. 17:30 í dag. Hann spilar þá tónlist sem tengist Liverpool, kannski Bítlarnir og eitthvað annað skemmtilegt.
07.12.2007
Byrjum að skrá á öll námskeið 10. desember. Gravitynámskeiðin byrja 7. janúar, Gravity Pilates byrjar 8. janúar og Lífsstílsnámskeiðin 14. janúar.
07.12.2007
Það er frábær mæting í suma tíma eins og báða spinningtímana hjá Tryggva í dag, 27 í morgun og 17 áðan í Þematímanum. En það voru fáir í Body Step tímanum á fimmtudaginn og líka í Body Pumpinu.
05.12.2007
Þá eru lífsstílsnámskeiðin búin í bili. Fletir voru á 14 vikna námskeiði og slatti á 7 vikna. Góður árangur náðist og ótrúlega góður hjá sumum.