08.03.2008
Við byrjuðum nýlega með Body Combat og hefur því verið mjög vel tekið. Góð aðsókn í tímana og það virðist vera komið til að vera.
05.03.2008
Þið hafið kannski tekið eftir tveimur stelpum sem hafa verið að kynna sér allt sem er í boði hér og læra af okkar kennurum.
28.02.2008
Tryggvi ætlar að vera með tónlistarþema í spinningtímanum á morgun kl. 17:30. Smellir frá árunum 1990-1994. Fullt af flottri tónlist.
25.02.2008
Fimmta vetrarhlaup UFA fór fram á laugardaginn í frábæru veðri. Starri, Rannveig, Heimir og Sigríður voru fyrst í mark, öll á frábærum tímum.
25.02.2008
Það eru margir að mæta í þrektímana hjá okkur, eins og á mánudögum og Súperkeyrslu á miðvikudögum. Konutíminn er líka svona fjölmennur og fer stundum yfir 50 en það er nóg pláss og fer um alla því við opnum á milli salanna í þessum tímum.
22.02.2008
Erum byrjuð að skrá á næstu námskeið. Gravity Group námskeiðin hefjast 3. mars og standa í 4 vikur. 8 vikna lífsstíll hefst 10. mars.
21.02.2008
Frábær mæting var á fyrirlesturinn hjá Davíð í gærkvöld, um 80 manns. Davíð sagði okkur sannleikann um heilbrigt líferni og talaði tæpitungulaust um hlutina, og hristi upp í fólki.
19.02.2008
Korthafar á Bjargi fá 1000kr afslátt á konudags tangónámskeiðið sem verður um helgina í Deiglunni og Ketilhúsinu. Bestu kennarar landsins mæta og tangóinn er æðislegur og ekki erfiður að læra.
17.02.2008
Kynningartíminn fyrir nýja boltatímann okkar var í dag og opinn tími verður framvegis á sunnudögum kl. 10:30.
15.02.2008
Davíð kristinsson einkaþjálfari og næringar og lífsstílsþerapisti verður með fyrirlestur um hollustu og lífsstíl fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi: Nýr lífsstíll, Gravity, Vo2max og Bjargboltinn.