12.03.2008
Það er frábær hópur á Vo2max námskeiði hjá okkur núna. 25 manns eru að æfa mikið og vel og sum mæta daglega og stundum tvisvar á dag.
11.03.2008
Nú er fyrsta Bjargboltanámskeiðinu að ljúka og miklar framfarir í gangi hjá þátttakendum. Næsta námskeið verðu eftir páska og byrjar 25. mars.
11.03.2008
Það verða engir tímar í gangi á Pálmasunnudag en tækjasalurinn verður opinn eins og venjulega. Nánar um opnunartímann er hér í hægri stikunni.
08.03.2008
Við erum eina stöðin á Íslandi sem kennir Body Vive. En það er samt kennt út um allan heim og er einstaklega vinsælt hjá ófrískum konum.
08.03.2008
Við byrjuðum nýlega með Body Combat og hefur því verið mjög vel tekið. Góð aðsókn í tímana og það virðist vera komið til að vera.
05.03.2008
Þið hafið kannski tekið eftir tveimur stelpum sem hafa verið að kynna sér allt sem er í boði hér og læra af okkar kennurum.
28.02.2008
Tryggvi ætlar að vera með tónlistarþema í spinningtímanum á morgun kl. 17:30. Smellir frá árunum 1990-1994. Fullt af flottri tónlist.
25.02.2008
Fimmta vetrarhlaup UFA fór fram á laugardaginn í frábæru veðri. Starri, Rannveig, Heimir og Sigríður voru fyrst í mark, öll á frábærum tímum.
25.02.2008
Það eru margir að mæta í þrektímana hjá okkur, eins og á mánudögum og Súperkeyrslu á miðvikudögum. Konutíminn er líka svona fjölmennur og fer stundum yfir 50 en það er nóg pláss og fer um alla því við opnum á milli salanna í þessum tímum.
22.02.2008
Erum byrjuð að skrá á næstu námskeið. Gravity Group námskeiðin hefjast 3. mars og standa í 4 vikur. 8 vikna lífsstíll hefst 10. mars.