07.06.2008
Frumflutningur á nýju kerfi í Body Balance verður þriðjudaginn 10. júní. Hulda, Hólmfríður og Abba munu kenna og vonumst við til að sem flestir komi og njóti stundarinnar með þeim.
03.06.2008
Það er frítt í konutímann á miðvikudögum kl 16:30 í júnímánuði. Bendum þeim konum sem vilja prufa Bjarg á þessa tíma. Konutímarnir hafa verið með vinsælustu tímum stöðvarinnar undanfarin 3 ár.
02.06.2008
Frá og með 2. júní styttist opnunartíminn um 2 klst. á dag alla daga nema sunnudaga, um eina klst. Við lokum því kl 20:00 á kvöldin virka daga, kl 18:00 á föstudögum, 14:00 á laugardögum og 13:00 á sunnudögum.
02.06.2008
Það var frábær mæting í 08:15 tímann í morgun, 24 pðuðu með Öbbu. 3 mættu í 09:30 tímann og höfum við ákveðið að fella hann út. Bendum á 08:15 í staðinn.
02.06.2008
Óli er byrjaður með útihlaup og þrek á Dalvík. Hann er þar á mánudögum og fimmtudögum kl 18:00. Allir sem eru í þessum hóp hjá honum geta komið og æft hér á Bjargi þrisvar í viku. Hvetjum Dalvíkinga til að mæta í ÓÓÓ hópinn.
22.05.2008
Laugardaginn n.k. mun Ólatími breytast í Eurovision þrek þar sem Anný og Tryggvi munu púla við gamla og nýja Eurovisionslagara. Tíminn er opinn fyrir alla. Sjáumst hress og kát og hitum okkur upp fyrir kvöldið :)
20.05.2008
Við Óli erum búin að vera í rúma viku í útlöndum og eigum viku eftir. Erum í æfingabúðum fyrir sumarið. Höfum frétt af frábærri mætingu í hjólahópinn svo við verðum allavega að taka eina hjólaæfingu,
12.05.2008
Í dag tekur sumartaflan okkar gildi. Hún er fjölbreytt að venju en hægt er að velja um 25 opnatíma fyrir korthafa stöðvarinnar auk þess sem hjólahópur hjólar héðan tvisvar í viku og hlaupahópur UFA hleypur eins og á hverju sumri. Auk þess höfum við bætt...
07.05.2008
Hjólahópurinn hóaði á fyrstu æfingu í gær og mættu 14 manns. Byrjum formlega í næstu viku. Hvetjum fólk til að vera með, en vörum jafnframt við að hópurinn er ekki fyrir byrjendur.
07.05.2008
Abba var örlát á verðlaunin hjá lífsstílshópunum að vanda. Ein fékk 9 mánuði og tvær 8 mánuði í verðlaun, 3 fengu svo 3 mánaða kort á Bjarg.