Fréttir

Bjargboltatíminn byrjaður!

Kynningartíminn fyrir nýja boltatímann okkar var í dag og opinn tími verður framvegis á sunnudögum kl. 10:30.

ÞÚ BERÐ ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU!

Davíð kristinsson einkaþjálfari og næringar og lífsstílsþerapisti verður með fyrirlestur um hollustu og lífsstíl fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi: Nýr lífsstíll, Gravity, Vo2max og Bjargboltinn.

Fullt á Vo2max og Bjargboltann!

Það er fullt á bæði námskeiðin sem eru að byrja um og eftir helgina. Ef þið eruð mjög áhugasöm sakar ekki að skrá sig á biðlistann, aldrei að vita hvort einhver dettur út.

Body Jam

Finnst þér gaman að dansa? Komdu þá í Body Jam. Ótrúlega skemmtilegir tímar þar sem við dönsum við nýustu danstónlistina í bland við annað eins og núna er brjálað diskó og svo House rútina við tónlist Rihönnu t.d.

Vo2max námskeið 16. febrúar

10 vikna námskeið fyrir fólk í góðu formi sem vill ná hámarks árangri, fara aðeins lengra innan skynsamlegra marka, hefst 16. febrúar. 3 fastir tímar á viku kl 17:30.

BJARGBOLTINN!

4 vikna námskeið hefst 19. febrúar, kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:30. Nýir tímar þar sem unnið er með stóra og litla bolta, dýnur og handlóð.

Fullt!

Það er fullt í matreiðslukennsluna á sunnudaginn. Ekki troða meiru á blöðin, það verður önnur kennsla, kannski eftir viku eða svo.

Myndir komnar!

það eru konar nokkrar myndir inná myndasíðuna okkar fá uppskeru og afmælishátíð Bjargs.

Gaman á laugardaginn!

Það komu um 200 manns á uppskeruhátíðina sem var afmælisveisla Óla í leiðinni. Salurinn okkar sem við puðum í alla daga kom vel út sem veislusalur og auðvitað voru veitingarnar hollar og góðar.

Óli fimmtugur!

Já, Óli verður fimmtugur á miðvikudaginn, 23. janúar. Hann ætlar að vera í fríi frá Bjargi þann dag. En á laugardaginn verður partý fyrir alla, og þá meinum við alla. Þetta er uppskeruhátíð í leiðinni fyrir alla sem æfa á Bjargi og það kostar ekkert inn.