Fréttir

Síðustu námskeið vetrarins að klárast!

Núna eru síðustu Gravity námskeið vetrarins í gangi og Bjargboltinn, Vo2max og Nýr lífsstíll eru á endasprettinum. Allir sem eru að klára námskeið í byrjun maí fá að æfa frítt út mánuðinn.

Frí barnagæsla!

Við gerum einstaklega vel við barnafólk með því að bjóða fría barnagæslu. Hún verður áfram í sumar, þrisvar í viku á morgnana og alla eftirmiðdaga nema föstudaga.

Latino Fever!

Hrafnhildur Björnsdóttir danskennari (kenndi Body Jam) er stödd hér og mun kenna latino Fever í staðinn fyrir Body Vive á morgun, þriðjudag kl 16:30.

Liðin stóðu sig vel!

Liðin frá Bjargi voru að sjálfsögðu langbest á þrekmeistaranum. Þau vönduðu sig og gerðu allt rétt, eiginlega of rétt. En stelpurnar urðu í ellefta sæti og strákarnir sjötta.

Fyrirlestur hjá Davíð!

Davíð Kristinsson er með fyrirlestur fimmtudagskvöldið 17. apríl á Friðriki 5 kl 19:30. Fyrirlesturinn heitir : Þú berð ábyrgð á eigin heilsu.

ÞREKMEISTARINN!

Það eru tvö lið frá okkur að fara að keppa í þrekmeistaranum um helgina. Mikil þáttaka er og einstaklingskeppnin byrjar kl 10:00 um morguninn. Liðakeppnin verður því ekki fyrr en uppúr hádegi.

Fækkum tímum!

Með hækkandi sól fækkar í tímum og því verðum við að fella þá niður smátt og smátt. Body Step tíminn á mánudögum er hættur og Boltatíminn á sunnudagsmorgnum.

Kennarar á námskeiði um helgina!

Kennarar líkamsræktarinnar eru á teygjunámskeiði um helgina og því þurfum við að breyta aðeins tímum og fella niður. Ólatími verður á laugardag kl 09:00, Body Balancetíminn fellur niður.

Leiðbeinandi í tækjasal!

Allir sem kaupa kort hjá okkur geta fengið fría leiðbeiningu í tækjasal. Ekki bíða með að læra á tækin og fara eftir æfinaáætlunum sem við erum með.

Óvissuferðir, dekur og gleði!

Það er alltaf jafnvinsælt að koma við hér í óvissuferðunum og fá einhverja kennslu í 10-30 mínútur. Body Vive er mjög vinsælt núna, hentar öllum og er bara skemmtilegt (æfinfgar með lítinn bolta).