Fréttir

SúperZumba

Súper Zumba tími verður í dag í tilefni af afmæli Zumba kennarans, Evu Reykjalín. Tíminn verður einn og hálfan til tvo tíma. Sjáumst í Zumba stuði og dönsum sem aldrei fyrr.

Konutími á fimmtudegi hættur

Það komu bara 4 í konutímann síðasta fimmtudag. Það er ekki nóg og því ætlum við að leggja konutímann niður í það sem eftir er sumars.

Hot Yoga og Body Attack

Við munum kenna Hot Yoga næsta fimmtudag og Body Attack á föstudag. Síðan munu þessir tímar detta út í júlí.

Góð þátttaka!!

Það mættu um 40 manns í skíðastaða sólstöðuferðina í gær. Sólin skein, það lægði en hitnaði ekki. Margir hjóluðu, nokkrir skokkuðu og gengu. Fólk var ótrúlega fljótt að klára þetta.

Ganga, skokk og hjól á sumarsólstöðum.

Skíðastaðir eru áfangastaðurinn í sumarsólstöðuferð Bjargs. Allir eru velkomnir, ekkert þátttökugjald, engin keppni og engin verðlaun.

Konutíminn á mánudögum er hættur

Zumban er vinsæl á mánudögum og því er lítil aðsókn í konutímann. Við munum því fella hann niður en minnum á konutímann á fimmtudögum í staðinn kl 16:30.

Gravity/þrek úti

Tíminn sem við settum inn kl 17:30 á fimmtudögum og heitir Gravity/þrek hefur ekki náð flugi og er því hættur. Tveir aðrir tímar eru í uppnámi,

Stutt vika

Það verður að sjálfsögðu lokað hjá okkur á þjóðhátíðardaginn, föstudaginn 17. júní. Ólatími verður á sínum stað

Body Jam með Öbbu

Laugardaginn 11. júní kl. 11:00 kennir Abba Body Jam, gamlar og góðar uppáhaldsrútínur við góð lög. Ítrekum að það verður ekki barnagæsla í boði laugardaginn 11. júní.

Tökum á móti hringvegshlaupurunum á laugardag

Við á Akureyri höfum nú tækifæri til að styðja hringvegshlauparana fjóra sem hlaupa til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Ekki aðeins getum við stutt þau með fjárframlagi heldur getum við hlaupið með þeim síðustu kílómetrana til Akureyrar laugardaginn 11. júní. Tvær 14 manna rútur, í boði Höldurs, skutla okkur til móts við hlauparana frá Hofi á eftirfarandi tímum: