Fréttir

Ólatími fellur niður og opið annan í hvítasunnu

Ólatíminn fellur niður næsta laugardag vegna hvítasunnunar. Það verður engin barnagæsla þann daginn. Á hvítasunnudag verður lokað en á mánudag annan í hvítasunnu verður opið milli 10 og 13.

6x6x6 áskorun

Næstu 6x6x6 námskeið verða næsta haust. Þetta námskeið sló verulega í gegn og við framlengdum út maí. Góður árangur náðist í sentimetrum, kílóum, brosum og formi.

Unglingaþrek byrjar í vikunni

Námskeið fyrir unglinga, árg. '95-'98, byrjar í vikunni. Fræðsla um hollt mataræði og frábær alhliða þjálfun, þrek, spinning, Cross-training og æfingar úti og í tækjasal. Fjölbreytileikinn og gleðin ráða ferðinni. Tímarnir eru kl. 10:30 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

Eva og Zumban vinsæl

Það koma hópar hingað á færibandi í Zumbu. Óvissuferðir, vinnustaðapartý, gæsir og fleira. Eva tekur flesta í hálftíma Zumbu í diskóljósum

Gravitytími hættir

Tíminn sem kom inn kl 09:30 á miðvikudagsmorgnum í Gravity mun hætta. Það hefur verið lítil sem engin skráning svo við fellum hann út.

Erum byrjuð að skrá á næstu Gravitynámskeið

Ætlum að bjóða uppá 3 Gravitynámskeið í júní. Kl 06:15, 08:30 og 16:30. Skráning er hafin og þau byrja mánudaginn 6. júní ef nógu margar skráningar berast, pláss fyrir 12 á hverju námskeiði.

Frumflutningur á Body Balance

Hóffa og Abba munu frumflytja nýjan Balance í dag kl 17:30. Frábær tónlist í þetta skiptið, Grammyverðlaunalög og einstakt flæði í

Lokað á uppstigningardag

Það verður lokað hjá okkur á fimmtudaginn, uppstigningardag. Sjáumst spræk á föstudeginum.

Ný Gravitynámskeið byrja 6. júní

Það verða 3 Gravitynámskeið í boði í júní. Kl 06:15, 08:30 og 16:30. Námskeiðin byrja 6. júní og það er kennt á mánudögum og miðvikudögum. 13900 kr og innifalið er frjáls mæting í tækjasal og allir aðrir tímar. Frjálst að flakka á milli hópa fyrir vaktavinnufólk.

Nýr Hot Yogatími

Vegna mikillar aðsóknar kemur inn Hot Yoga á fimmtudögum kl 16:15. Klukkutíma tími. Tíminn á þriðjudögum verður 75 til 90 mínútur. Kennari lætur vita í upphafi tímans hvað