03.08.2011
Það var stuð í Zumbunni í dag. Íris kenndi með Evu en hún var að æfa hér fyrir nokkrum árum en flutti svo til Noregs og hefur verið að kenna Zumbu þar. Takk fyrir komuna, dansinn og brosið
03.08.2011
Body Pump tíminn í hádeginu á morgun verður þrekhringur með góðum lóðaæfingum á hverri stöð. Pumpkennararnir eru allir fjarverandi
02.08.2011
Abba og Hóffa eru komnar tilbaka og því verður Body Balance tími á morgun. Spinningtíminn verður á sínum stað í fyrramálið og spinning/þrek í hádeginu.
02.08.2011
Síðan hefur verið frekar dauf vegna sumarleyfa. En við erum að byrja að skrá á öll námskeið á morgun. Gravity, 6x6x6, lífsstíl og CrossFit. Þeir sem borga við skráningu geta byrjað að æfa strax og grætt þannig aukamánuð.
25.07.2011
Abba og Hóffa verða báðar fjarverandi á miðvikudaginn og því fellur Body Balance niður þetta skiptið. Prógrammið sem er í gangi núna er einstaklega gott. Tónlist og æfingar renna saman í fallegu flæði. Munið eftir Hot Yoga tímanum á þriðjudag í staðinn, kl. 17:15.
23.07.2011
Gravitytímarnir kl 16:30 fellur nidur naestu tvo tridjudaga vegna sumarleyfa. Byrjum einhver námskeid um midjan ágúst.
23.07.2011
Tad verdur gestakennari í spinning á mánudginn kl 17:15. Hansína sem kenndi hér um árid kemur og spilar öll sín uppáhaldslög og dregur fram svitadropana.
19.07.2011
Það verður gestakennari í næstu tveimur Hot Yoga tímum. Abba er að fara í jógakennaranám og Elvar Guðmundsson mun leysa hana og Hólmfríði af. Frábærir tímar sem henta öllum.
19.07.2011
Guðrún er komin í frí og kerruþrekið líka. Það mun jafnvel koma inn næsta haust, velheppnaðir og vinsælir tímar.
19.07.2011
Það verður lokað hjá okkur á laugardag, sunnudag og mánudag um verslunarmannahelgina. Við ætlum svo að loka kl 14 föstudaginn fyrir versló. Allir tímar eru inni á föstudeginum.