Fréttir

Gravitynámskeiðin að byrja í dag og CrossFit konur.

Tvö CrossFit námskeið eru komin af stað. Það er pláss á Konunámskeiðinu kl 08:30 sem byrjaði í morgun. CrossFit mömmur byrjar 15. september og eru nokkur sæti laus þar.

Síðasta helgi sumardagskrár

Vetrardagskrá okkar byrjar 29. ágúst og því er helgin 27.-28. ágúst sú síðasta í okkar sumardagskrá. Ólatíminn verður á sínum stað kl. 9:05 á laugardagsmorgun og verður síðasti tími þessa sumars þar sem Body Jam danstíminn sem er á dagskrá kl. 11 á laugardag 27. ágúst fellur því miður niður í þetta skipti. Þetta er því síðasta fríhelgi barnagæslu á laugardögum, börn sem eru nógu gömul til að vera ein í gæsluherberginu eru að sjálfsögðu velkomin þótt gæsla verði ekki á laugardag.

Fullt á CrossFit

Skráningar á námskeiðin fara vel af stað. Fullt er á CrossFit námskeiðið kl 06:10 sem byrjar 25. ágúst. Enn eru laus pláss á hin námskeiðin tvö kl 08:30

Fullt á tvö Gravitynámskeið

Gravity vefjagigtarnámskeiðin tvö eru full og biðlisti. Laust er á námskeiðin kl 08:30 og 06:15. Við mælum með Gravity fyrir alla sem eru að byrja t.d.eftir langt hlé,

Fullt á 6x6x6 áskorunina

Það fylltist strax á 6x6x6 áskorunanrnámskeiðið kl 16:30. Enn eru laus pláss kl 07:15, frábær tími fyrir þær sem byrja að vinna kl 9 eða 10. Morgunæfingar virka líka alltaf vel og fitubrennslan heldur áfram allan daginn.

Risastór tímatafla á döfinni

Ný tímatafla fer af stað 29. ágúst og þá lengist opnunartíminn um klukkutíma á dag. Barnagæslutíminn verður líka lengri. Töfluna er hægt að skoða hér, sjá hægri stika. 87 tímar verða í boði,

Hlaupahópurinn RÓS heldur áfram

Vegna fjölda áskorana ætla Rannveig og Sonja með aðsoð Óla að halda úti hlaupahóp í haust. Tímarnir verða kl 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum , opnir fyrir korthafa á Bjargi. Þessir tímar byrja líklega um mánaðarmótin.

Salsa námskeið

Ernesto Camilo frá Kúbu mun kenna 11 daga Salsa námskeið hér á Bjargi á næstunni. Tilvalið fyrir alla sem vilja prófa salsa og fleiri kúbanska dansa. Námskeiðið verður kennt í ellefu skipti á tímabilinu 17.-31. ágúst kl. 20:30-22:30, verð kr. 11.000. Skráning í síma 863-1696 og annari@ismennt.is

Bjarg á facebook

Starfsmaður mánaðarins Heiðdís Austfjörð er búin að snara fram fésbókarsíðu fyrir Bjarg. þar geta kennaranir komið ýmsu á framfæri varðandi tímana sína og viðskiptavinir .

CrossFit opnir tímar og Ólatími

Óli er mættur á svæðið og ætlar að kenna Crossfit á þriðjudags og fimmtudagsmornum í næstu viku. Þá mun Ólatíminn koma aftur inn 13. ágúst.