21.08.2011
Ný tímatafla fer af stað 29. ágúst og þá lengist opnunartíminn um klukkutíma á dag. Barnagæslutíminn verður líka lengri. Töfluna er hægt að skoða hér, sjá hægri stika. 87 tímar verða í boði,
21.08.2011
Skráningar á námskeiðin fara vel af stað. Fullt er á CrossFit námskeiðið kl 06:10 sem byrjar 25. ágúst. Enn eru laus pláss á hin námskeiðin tvö kl 08:30
21.08.2011
Gravity vefjagigtarnámskeiðin tvö eru full og biðlisti. Laust er á námskeiðin kl 08:30 og 06:15. Við mælum með Gravity fyrir alla sem eru að byrja t.d.eftir langt hlé,
21.08.2011
Vegna fjölda áskorana ætla Rannveig og Sonja með aðsoð Óla að halda úti hlaupahóp í haust. Tímarnir verða kl 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum , opnir fyrir korthafa á Bjargi. Þessir tímar byrja líklega um mánaðarmótin.
21.08.2011
Það fylltist strax á 6x6x6 áskorunanrnámskeiðið kl 16:30. Enn eru laus pláss kl 07:15, frábær tími fyrir þær sem byrja að vinna kl 9 eða 10. Morgunæfingar virka líka alltaf vel og fitubrennslan heldur áfram allan daginn.
10.08.2011
Ernesto Camilo frá Kúbu mun kenna 11 daga Salsa námskeið hér á Bjargi á næstunni. Tilvalið fyrir alla sem vilja prófa salsa og fleiri kúbanska dansa. Námskeiðið verður kennt í ellefu skipti á tímabilinu 17.-31. ágúst kl. 20:30-22:30, verð kr. 11.000. Skráning í síma 863-1696 og annari@ismennt.is
05.08.2011
Óli er mættur á svæðið og ætlar að kenna Crossfit á þriðjudags og fimmtudagsmornum í næstu viku. Þá mun Ólatíminn koma aftur inn 13. ágúst.
05.08.2011
Starfsmaður mánaðarins Heiðdís Austfjörð er búin að snara fram fésbókarsíðu fyrir Bjarg. þar geta kennaranir komið ýmsu á framfæri varðandi tímana sína og viðskiptavinir .
03.08.2011
Body Pump tíminn í hádeginu á morgun verður þrekhringur með góðum lóðaæfingum á hverri stöð. Pumpkennararnir eru allir fjarverandi
03.08.2011
Það var stuð í Zumbunni í dag. Íris kenndi með Evu en hún var að æfa hér fyrir nokkrum árum en flutti svo til Noregs og hefur verið að kenna Zumbu þar. Takk fyrir komuna, dansinn og brosið