Góð þátttaka!!

Það mættu um 40 manns í skíðastaða sólstöðuferðina í gær. Sólin skein, það lægði en hitnaði ekki. Margir hjóluðu, nokkrir skokkuðu og gengu. Fólk var ótrúlega fljótt að klára þetta. Það mættu um 40 manns í skíðastaða sólstöðuferðina í gær.  Sólin skein, það lægði en hitnaði ekki.  Margir hjóluðu, nokkrir skokkuðu og gengu.  Fólk var ótrúlega fljótt að klára þetta.  Göngumaður sem fór alla leið frá Bjargi var t.d. rúman klukkutíma að klára þetta.  Nokkrir fóru svo í pottinn á eftir og létu líða úr lærunum.  Við stefnum á að stækka þetta næsta ár og byrja þá við kirkjutröppurnar og hjóla/hlaupa upp gilið fyrst og svo alla leið að Skíðastöðum.  Kannski verður þetta keppni og kirkjutröppuhlaup í leiðinni. Myndir eru komnar á myndasíðuna okkar.