Fréttir

Sumartilboð

Frá 1. maí gilda kreppukortin allan daginn og í allt.  Frábært tilboð á 6600kr mánuðurinn.  1. júní má síðan búast við afgerandi tilboði á kortum.

Sumardagskráin

Í kringum miðjan maí byrjum við með sumardagskrána.  Morguntímar verða kl 6:10, 8:15 og hádegisþrek 3x í viku.  Í miðri viku verða einn til tveir tímar verða í boði seinni partinn.  Body Pump, Hot Yoga, Body Balance, spinning, þrektímar, heitir Þrektímar og Zumba verða örugglega áfram. Ólatíminn verður svo þar til Óli fer í sumarfrí.  Barnagæslan hættir 1. júlí.

Fækkum tímum.

Vikan sem fer í hönd verður prófraun á hvaða tímar fara að falla út.  CXWORX á þriðjudögum er hættur en það verður einn spinningtími í viðbót kl 18:30. Body Step og Body Fit á mánudögum eru líka frekar fámennir en verða keyrðir eina viku í viðbót.  Þrektíminn á fimmtudögum kl 16:30 er hættur.  Þeir sem hafa mætt í hann geta farið í heitan tíma hjá Öbbu  eða Gravity hjá Tótu næstu tvær vikurnar.

Veikindi

Anna er lasinn í dag og því verður Abba með lóðaþrekhring í dag kl 17:30 í Body Pump tímanum.  Óli kennir spinning kl 18:30 í 45 mín og CXWORX fellur niður.  Líklega er sá tími hættur vegna lélegrar aðsóknar.  Combatið fellur niður á morgun.

Danstími 30. mars

Laugardaginn 30. mars kl. 12:00 verður ekta stuðdanstími að hætti Evu. Dansþyrstir láti sig ekki vanta!

Spennandi framtíð á Bjargi

Sögur sem ganga um Bjarg núna eru stórlega ýktar.  Það stendur mikið til næsta haust, breytingar sem eru öllum til hagsbóta.  Það mun allt skýrast á næstu vikum.  Við erum ekki að fara neitt heldur að endurnýjast og breyta til.  Hlökkum til að takast á við framtíðina.  Fylgist vel með heimasíðunni og talið við okkur, ekki hlusta á sögur út í bæ.

Sterkur kjarni

Viltu sterkari kjarna, kvið og bakvöðva?  Ef svarið er já þá bendum við ykkur á CXWORX tímana kl 19:00 á þriðjudögum.  Hóffa kennir nýja prógrammið sem er áskorun fyrir alla.  Tímarnir eru krefjandi en henta samt þeim sem eru að byrja.  Tilvalið að taka 30 mínútna spinningtíma á undan.

Engir tímar eftir hádegi á miðvikudag

Athugið að allir tímar eftir hádegi falla niður á morgun, miðvikudag 27. mars.  Morguntímarnir halda sér.  Tækjasalurinn verður hins vegar opinn eins og vanalega frá 6 til 21.

páskar

Það er opið á morgun Pálmasunnudag í tækjasalnum, engir tímar. Miðvikudaginn fyrir páska falla allir tímar niður eftir hádegi.  Lokað verður á Skírdag og föstudaginn langa, einnig páskadag og annan í páskum.  Laugardaginn fyrir páska verður Tóta með stóran þrektíma fyrir alla kl 10.  Body Balance og lífsstíll falla niður.  Evudans verður á sínum stað kl 12.

Teygjutími

Síðasti föstudags teygjutíminn er í dag.  Heitur tími kl 16:30 þar sem Guðríður og Andrea nota bolta, foamrúllur, golfkúlur og fleira til að nudda, teygja og losa.  Allir velkomnir.