14.04.2013			
	
	
				22. apríl byrja Abba og Óli með tvö námskeið.  4 vikur, æfingar 3-4x í viku, og 4 vikur fríar.  Innifalið er vikuleg
fræðsla í netpósti, mælingar og vigtun, þolpróf, aðgangur að öllum tímum, tækjasal og glæsilegu útisvæði
með heitum pottum og gufubaði og frí barnagæsla.  Konurnar eru kl 16:30 og karlarnir kl 17:30. Umsjón hafa Óli og Abba.  Hann sér um
prógröm og kennslu í tækjasal, spinning og þrek, hún sér um mælingar, fræðslu, heita þrektíma, Hot Yoga og Body
Balance.  Skráning hefst 16. apríl.  Þetta er námskeið sem kemur ykkur í form fyrir sumarið, frábær blanda af tímum og
tækjasal.