Fréttir

Gravity vefjagigt

Það er hægt að koma inní 18:30 hópinn í Gravity vefjagigt á mánudögum og miðvikudögum. Hópur fyrir fólk með vefjagigt og önnur stoðkerfisvandamál.  Aukatímar í hverri viku í heita salnum, Hot Yoga annan hvern fimmtudag kl 18:30 og teygjutími annan hvern föstudag kl 16:30.

Gravity Extra

Gravity Extra er námskeið fyrir þau sem eru 30 kg of þung eða meira.  Þórunn Erlings, Guðríður og Andrea haf séð um hópinn og er mikil ánægja með námskeiðið fyrst 8 vikur þessa árs, og sitja þau sem fastast í þessum hóp.  En það er laust fyrir nokkra seinni 8 vikurnar á námskeiðinu og byrja þær 14. mars.  Gravity 2x í viku og þol (spinning eða útiganga) einu sinni í viku.  Vigtun, mælingar og fræðsla í netðósti.

8 vikna námskeið byrjar 11. mars

Nýtt líf er kl 9:30 5x í viku, Nýr lífsstíll er 3x í viku kl 18:30 á mánud, og miðvikud. og kl 10:30 á laugardögum.  Seinni 8 vikurnar byrja 11. mars og er skráning byrjuð.  Margar eru skráðar á 16 vikna námskeið en það er pláss fyrir 15-20 í viðbót í hvorum hóp seinni 8 vikurnar. 

Gravity 16:30 á miðvikudögum

Það er pláss fyrir 6 manns í Gravity kl 16:30 á miðvikudögum.  Við opnum þann tíma fyrir alla.  Skráning vikulega, byrjum að skrá á laugardagsmorgni fyrir opna Gravitytíma vikunnar.

Mömmuþrek

Nýtt mömmunámskeið byrjar næsta mánudag, 4. mars.  Það stóð til að byrja 7. mars en það er það góð skráning að þjálfararnir vilja byrja strax.  Enn eru samt laus sæti fyrir þær sem vilja koma inn. 

Evudans á laugardögum, 1000kr

Við höfum boðið uppá fría dansíma á laugardögum í mörg ár.  Þeir sem hafa mætt í þessa tíma hafa fengið að fara frítt í heitu pottana og alla aðstöðu.  Nú er svo komið að þessir tímar verða fríir fyrir korthafa á Bjargi en aðrir borga 1000kr fyrir hvern tíma sem er góður afsláttur af stökum tíma sem kostar 1900kr.

Nýtt útlit

Nýtt 6 vikna námskeið byrjaði sl fimmtudag.  Heitur tími 2x í viku og Gravity 1x í viku.  Enn er pláss á því námkeiði kl 16:30, hámark 24.  Alltaf er hægt að koma inn í námskeiðið sem er kl 9:30 en þar eru tímar í boði 5 daga vikunnar.  Fyrir þær sem vilja heita tíma þá eru þeir á þriðjudögum og fimmtudögum, þrektími á mánudögum og miðvikudögum og Gravity á föstudögum.

Matreiðslukennsla

Abba verður með matreiðslukennslu á morgun miðvikudag kl 20 á neðri hæðinni.  Þetta er hugsað fyrir alla sem eru á námskeiðum.  Hún vill helst fá 40 manns og það er pláss fyrir um 8 manns aukalega, skrifið ykkur á listana á Bjargi.  Verð er 700kr fyrir þau sem eru á námskeiðum, 1000kr fyrir hina.  Fullt af hollu og spennandi smakki, ekki borða of mikið áður en þið komið.

Enginn dans um helgina.

Allur dans fellur niður í dag og á morgun vegna óviðráðanlegra orsaka.  Bendum spinning kl 16:30 í dag í staðinn.  Dansdífurnar eru líka velkomnar í lífsstílstímann á morgunn, laugardag kl 10:30.   Tækjasalurinn er líka opinn fyrir þau sem vilja puða þar. 

Aukatími fyrir byrjendur

Annan hvern fimmtudag kl 18:30 er byrjendatími í Hot Yoga.  Abba kennir í dag og fer mjög rólega og tekur engar erfiðar stöður.  Hentar vel fyrir þau sem eru með vefjagigt, einhver mein, eru í þyngri kantinum eða finnst venjulegu Hot Yoga tímarnir of erfiðir.  Hot Yoga er krefjandi en munið að fara að ykkar mörkum, hver og einn gerir eins vel og hægt er.  Það er allt í lagi að stoppa stundum, leggjast og jafna sig.