Opið fyrir alla sem vilja prufa!

Nú eru námskeiðin að klárast og 1-4 vikur eftir.  Einhverra hluta vegna fækkar alltaf þegar dregur að lokum námskeiða.  Því ætlum við að opna suma tímana til að leyfa öðrum korthöfum á Bjargi að prufa.  Gravity vefjagigt kl 18:30 á mánudögum og miðvikudögum, þar er pláss fyrir um 8 manns aukalega fram til 10. maí.  Gravity Extra kl 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum er fyrir þau sem eru 30 kg of þung eða meira.  Nýtt líf kl 9:30 4x í viku, 2x þrek á mánudögum og miðvikudögum, heitur tími með bolta og fleira á fimmtudögum, Gravity á föstudögum.  Það er líka pláss fyrir nokkra að prufa Nýja útlitið kl 16:30 en þar er heitur tími á þriðjudögum og fimmtudögum, en Gravity á mánudögum og miðvikudögum.  Nýr lífsstíll er svo kl 18:30 á mánudögum og miðvikudögum og 10:30 á laugardögum, góðir þrektímar. Við ætlumst ekki til að fólk komi í alla tímana heldur prufi einn og einn ef áhugi er fyrir.