Fréttir

Body Pump tíminn og þrekið kl. 6:10 falla niður.

Því miður getur Anna ekki kennt Body Pump næsta þriðjudag og tíminn fellur því niður. Þrektíminn kl.6:10 um morguninn fellur líka niður. 

Hjólaspinning kl 11:00 sunnudaginn 27.des

Það verður hjólaspinning kl 11 á morgun sunnudag. Um að gera að koma og taka vel á því :)

Tímatafla 2016

Drög að nýrri tímatöflu fyrir 2016 eru komin inn undir flipanum tímatafla.

Spennandi framhald.

Já,  eins og flestir vita þá eru spennandi tímar framundan hér á Bjargi. Nýir eigendur taka við um áramót. Frábært fólk sem er fullt af orku og nýjum hugmyndum. Abba og Óli verða í Svíþjóð um jólin en koma tilbaka fyrir áramótin.  Það verður kveðjutími á miðvikudeginum og í leiðinni fögnuður yfir nýjum eigendum. 

Opnunartímar um jól og áramót.

Það verða einhverjar breytingar á tímatöflu og opnunartíma um jól og áramót.  Skoðið vel tímatöfluna, hún verður uppfærð og henni má treysta.

Námskeið að klárast.

Nú eru öll námskeið búin nema Nýr lífsstíll,  þar eru 3 tímar eftir. Bendum öllum sem voru að klára önnur námskeið og vilja halda áfram að mæta í lífsstílstímana. Við ætlum að halda inni Gravity kl. 16:30 á fimmtudögum.  Svo bjóðum við öllum sem voru að klára námskeið að æfa frítt út árið.

Lokum kl 18 í dag.

Vegna ferlegrar veðurspár þá ætlum við að loka kl 18 í dag. Hot yoga, spinning og lífsstíls tíminn falla niður. Dekurtíminn kl 16:30 er inní og bendum við lífsstílsgellunum á að mæta þar ef þær geta.

Tækjasalurinn opinn til 14 í dag.

Tækjasalurinn verður opinn í dag til kl. 14. Ólatíminn verður kl. 9 en aðrir tímar falla niður vegna veðurs.

Jólagjöf

Besta jólagjöfin fyrir marga er líkamsræktarkort.  Hvernig væri að gefa unglingnum mánaðarkort í tækjasalinn fyrir 8.600 kr.  Sumir eru flottir á því og kaupa árskort og gefa sínum nánustu.  

Æfa frítt

Flest námskeiðin okkar eru fram í miðjan desember.  Það fækkar yfirleitt á þeim í desember og frekar fáir sem klára.  Allir sem klára námskeið geta æft frítt út árið. Það er því mikilvægt að klára það sem maður byrjar á, ekki gefast upp eða halda að eitthvað annað sé mikilvægara en góð heilsa.