Fréttir

Sumargleði á Bjargi - opið hús fyrir alla!

Við elskum laugardaga á Bjargi og ætlum því að hafa tvo laugardaga í þessari viku. Fimmtudaginn 5.maí (Uppstigningardag) verður sannkölluð Sumargleði hér á Bjargi. Opið hús og frítt í tíma & tækjasal. Kynningar á vörum og starfemi: - Sportver kynning og sumartilboð á hjólum - MS kynnar vörur - Grillmatur frá Norðlenska - HFA kynnir starfsemi sína og verður með þrautabraut fyrir börn - UFA Eyrarskokk kynir starfsemi sína og tekur æfingu frá Bjargi kl 10   Tímar í boði: - kl 10:00  Ólatími - kl 11:00  Zumba partý alla, fyrir konur og kalla - kl 12:00  Fjölskyldusprell - fullæorðnir og börn Hlökkum til að sjá ykkur !

1.maí

Við munum hafa öropnun sunnudaginn 1.maí frá kl 10-12. Engir tímar.

Lokað sumardaginn fyrsta

Allir út að leika :)

Flottir tímar fyrir þig!

Ert þú búin/n að kynna þér þá flottu tíma sem eru í boði?Alla daga eru:- morguntímar kl 6:05- morguntímar kl 8:15- hádegistímar kl 12:10og úrval alla seinni parta og um helgar Verið velkomin!

Hreyfing um páskana

Njótið páskana með fjölskyldu og vinum.Höfum hreyfingu hluta af páskagleðinni.Þið eruð velkomin á Bjarg í gleði & dekur.Gleðilega páska !

Við á Bjargi erum sólarmegin í lífinu.Góð hreyfing, potturinn og almenn gleði.Komdu og kíktu til okkar og við tökum vel á móti þér.

Nýr tími í tímatöflu - Quick Spinning

Við höfum skipt út bjöllutímanum á miðvikudögum en sett inn í staðinn Quick Spinning. Snarpur spinningtími í 30mín sem hentar vel fyrir eða eftir æfingu í tækjasal og þá sem hafa stuttan tíma en vilja góða æfingu.

KBT á fimmtudögum er dottinn út úr töflu

KBT á fimmtudögum er dottinn út úr töflu.  Hann er þó 2x í viku á mánudögum kl 18:30 og miðvikudögum kl 19:30

Næring og heilbrigður lífstíll - fræðslukvöld

Þriðjudagskvöldið 16. febrúar kl 20 ætlar Laufey Hrólfsdóttir doktorsnemi í næringarfræði að koma og vera með erindi um heilbrigða lífshætti, næringu og gott mataræði fyrir okkur á Bjargi. Ókeypis er á fyrirlesturinn fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi. Fyrir aðra kostar 1.000 kr. Ekki láta þetta fram hjá þér fara!

Tvö námskeið að hefjast, Dekur 50+ og Gravity/bolti

Tvö 5 vikna námskeið eru að hefjast hjá okkur.Hið vinsæla námskeið Dekur 50+ hefst í dag og er 3x í viku, þar af er einn volgur tími.Gravity/bolti, magnaðir styrktartímar, hefst á morgun, þri, og er 2x í viku. Þeir sem eru á námkseiðum hjá okkur mega æfa í tækjasalnum að vild og mæta í opna tíma á meðan námskeiði stendur.http://www.bjarg.is/is/namskeidVerið velkomin!