Næring og heilbrigður lífstíll - fræðslukvöld

Þriðjudagskvöldið 16. febrúar kl 20 ætlar Laufey Hrólfsdóttir doktorsnemi í næringarfræði að koma og vera með erindi um heilbrigða lífshætti, næringu og gott mataræði fyrir okkur á Bjargi. Ókeypis er á fyrirlesturinn fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi. Fyrir aðra kostar 1.000 kr. Ekki láta þetta fram hjá þér fara!