08.06.2005
Það eru um 20 manns að mæta í línuskautatímana, greinilega eitthvað sem vantaði hér. Svo mættu rúmlega 40 í Body Jam í gærkvöldi.
28.05.2005
Afmælisdagurinn hans Steina varð að einum allsherjar hlaupa og hreyfingardegi. Hann hljóp í hádeginu og var miklu fljótari en hann eða nokkur annar reiknaði með.
28.05.2005
Fyrsti Body Jam tíminn á Bjargi og líklega hér á landi með íslenskum kennara var í gær. Ótrúlega góð mæting var, rúmlega 40 manns og geggjuð Hip hop, latin og jazz stemming.
24.05.2005
Þorsteinn Pétursson, betur þekktur sem Steini P. lögga og skáti verður sextugur á föstudaginn. Í tilefni dagsins ætlar hann að hlaupa 10 km.
23.05.2005
Það verða kynningartímar í Body Jam hér á föstudag kl. 16:30 og laugardaginn 28. maí kl. 13:00
23.05.2005
Það mættu 8 hjólreiðamenn og einn á línuskautana fyrsta útidaginn. Þriggja stiga hiti er ekki til að draga að, en þetta eru hraustmenni.
20.05.2005
Þrjár stelpur frá Þelamerkurskóla komu í starfskynningu í morgun. þær voru áhugasamar og duglegar að æfa. Takk fyrir komuna og þið eruð flottar í Bjargpeysunum.
19.05.2005
Þórir og Elva úr Dalvíkurskóla voru í starfskynningu hér í morgun. Þau skoðuðu og spurðu og tóku svo létta æfingu þar sem Abba kenndi þeim boltaæfingar og fleira.
19.05.2005
Bjargfastir er hópur fólks sem hefur bundið sig hér í 3 ár og borgar 3000 kr á mánuði. Við drógum í happdrættinu fyrir stuttu og 3 heppnir úr þessum hóp fengu vinninga.
17.05.2005
Karlapúlið kláraðist fimmtudaginn 12. maí. Tryggvi Haraldsson gerði sér lítið fyrir og vann öll verðlaunin nema bestu mætingu.