17.05.2005
Karlapúlið kláraðist fimmtudaginn 12. maí. Tryggvi Haraldsson gerði sér lítið fyrir og vann öll verðlaunin nema bestu mætingu.
17.05.2005
Nú er síðasta vikan þar sem vetrardagskráin gildir. Það snjóaði aðeins áðan, en við búumst við sól og sumri á mánudag og skellum okkur út á línuskauta, að hlaupa eða hjóla.
17.05.2005
Við ætlum ekki að reyna að vera með tíma á fimmtudagskvöldið þegar forkeppnin verður í Evrópusöngvakeppninni.
12.05.2005
Lífsstílsnámskeiðunum tveimur lauk í gær. Það voru 3 konur sem náðu að létta sig um 10% af upphaflegri þyngd og fengu 6 mánaðakort hver.
11.05.2005
Vorum að fá nýja boli, hettupeysur og langerma treyjur renndar. Góðar vörur og gott verð.
04.05.2005
Það mættu 130 manns á fyrirlesturinn hjá Ólafi Sæmundssyni næringarfræðingi í gær. hann brást ekki og var skemmtilegur, raunsær og ótrúlega fræðandi.
01.05.2005
Þrekmeistarinn var í gær og okkar fólk náði ótrúlegum árangri. Sólrún gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti í opnum flokki kvenna og var 2 sekúndur á eftir sigurvegaranum.
29.04.2005
Gísli er kominn heim úr 3 vikna æfingaferð með frjálsíþróttafólki til Ameríku. Gott að fá hann aftur í salinn.
25.04.2005
Lífsstílsnámskeiðin klárast 11. maí og karlapúlið 12. maí. Okkar tilboð til ykkar er síðan að þið fáið að æfa frítt út maímánuð.
25.04.2005
Þriðjudaginn 3. maí verður heilsudagur á Bjargi. Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur kemur og verður með fyrirlestur og svarar spurningum um mataræði og allt sem því viðkemur.