Fréttir

Námskeiðin komin á fullt!

Þá eru námskeiðin byrjuð, lífsstíll, morgunn og kvöld, karlapúl, Síðubitar og unglingar. Það er góð mæting í alla hópa og stemning í liðinu.

Okkar fólk fremst í FSA þríþrautinni

Bjargfastir voru áberandi í FSA þríþrautinni og Halldór Halldórsson , sem hefur verið forsprakki hjólahópsins undanfarin ár varð fyrstur í mark.

Bætum við þekkinguna

Kennararnir á Bjargi voru á námskeiði allan sunnudaginn. Við fengum Harald Magnússon Osteopata til að kenna okkur allt um boltana og samræma tækni okkar í tækjasalnum.

Frábær mæting í alla tíma og námskeið

Það var ótrúlega góð mæting í alla tíma og tækjasalinn í opnu vikunni. En við héldum að það myndi róast eftir helgina, en það hefur aldrei verið meira að gera en sl. 2 daga.

Vinningshafar opnu vikunnar

Við drógum í gær úr öllum þeim sem skrifuðu sig í gestabókina í opnu vikunni.

Bjarg blaðið

Nú ættu allir á Akureyri að vera búnir að lesa blaðið okkar sem var borið út í gær. Viðbrögðin eru góð og við stefnum að því að gefa svona blað út á hverju hausti.

Stuð í steppi í gær

Nýja step prógrammið er bara skemmtilegt.

90 manns í tíma!

Við settum met í mætingu í gær, aldrei hafa komið jafnmargir í einn tíma eins og í Body Jam í gær, rúmlega 90 manns.

Brjálað að gera

Það er búin að vera frábær aðsókn það sem af er opnu vikunni, og fullt af happdrættisvinningum farnir.

Opna vikan komin á fullt!

Þá er allt komið á fullt hjá okkur og opna vikan komin í gang. hún er hugsuð fyrir þá sem vilja prófa staðinn og tímana og sjá hvort þetta er eitthvað sem hentar.