Fréttir

Barnagæsla

Gæslan byrjar mánudaginn 22. ágúst. Það mun kosta núna að geyma börnin, 200kr á barn, systkini fá afslátt. Gæslan verður þrjá morgna til að byrja með frá 8-11, og frá 16-18:30 á mánudögum og fimmtudögum. Svo fer allt á fullt 5. september.

Þríþraut

Hjólahópurinn stóð fyrir þríþrautarkeppni laugardaginn 6. ágúst.

Öðruvísi námskeið !!!

Það er mikið spurt um námskeiðin, hvenær þau byrji og klukkan hvað þau verði o.s.frv. Lesið allt um þetta undir liðnum lífsstíll hér á síðunni. Hvað verður nýtt? Markmið eða verkefni sem kennarinn setur fyrir þátttakendur hálfs mánaðarlega. Þannig ætlum við að halda ykkur við efnið í 12 vikur og meta árangurinn upp á nýtt. Óvænt verðlaun og uppákomur allt námskeiðið. Síðubitar???

Æðisleg Súluferð!!!!

Við gátum ekki fengið betri dag til þess að fara á Súlur. 25 manns mættu og margir voru að fara sína fyrstu ferð upp en örugglega ekki þá síðustu.

Jónsmessuganga

15 manns og einn hundur mættu í jónsmessugönguna á Ysta-víkur fjall í gærkvöldi. Uppgangan tók aðeins lengri tíma en ætlað var og við þurftum að brjótast í gegnum birkirunna, sem var bara gaman.

Samstarf við Hress í Hafnarfirði

Hress í Hafnarfirði er stöðin sem okkar fólk getur notað ef það er á ferðalagi fyrir sunnan. Þetta er frábær stöð og andinn þar er eins og hjá okkur, góðir kennarar og viljugt starfsfólk.

Jónsmessuferð

Það er gott veður! Og þá skellum við á Jónsmessuferð annað kvöld. Ákvörðunarstaður er Ysta-fell í Víkurskarði.

Bravó stelpur á Súlur

Anna María og Elín tóku þátt í átaki með okkur og þættinum Bravó á Aksjón eftir áramót(sjá verkefni). Markmiðið hjá þeim var m.a. að fara á Súlutind.

Fjallgöngur og svaðilfarir

Við höfum alltaf farið í einhverjar ferðir á hverju sumri. Hjólað, gengið á fjöll eða skokkað. Fyrsta ferð er fyrirhuguð um Jónsmessu, munum sameina hjól og fjallgöngu, þ.a. þeir sem vilja hjóla á staðinn en hinir koma á bíl og svo skokkum við upp á eitthvert fjall.

Góð mæting í línuskautahópinn og Body Jam

Það eru um 20 manns að mæta í línuskautatímana, greinilega eitthvað sem vantaði hér. Svo mættu rúmlega 40 í Body Jam í gærkvöldi.