Steini P. sextugur og ætlar 10 km.

Þorsteinn Pétursson, betur þekktur sem Steini P. lögga og skáti verður sextugur á föstudaginn. Í tilefni dagsins ætlar hann að hlaupa 10 km.Þorsteinn Pétursson, betur þekktur sem Steini P. lögga og skáti verður sextugur á föstudaginn.  Í tilefni dagsins ætlar hann að hlaupa 10 km.  Hann mun leggja upp frá Bjargi kl. 12 og að loknu hlaupi verður heilsusamleg veisla í boði Steina á Bjargi. Hann vill fá sem flesta með sér og það er óþarfi að hlaupa alla leiðina með honum.  Hann reiknar með því að verða um klukkutíma að klára þetta.  Flestir hafa tekið eftir því að Steini hefur breyst mikið síðan í október, hann var kominn vel yfir þriggja stafa tölu en fór undir hana núna í maí.  Hann setti sér markmið og líkamsræktin og svo skokkið núna í vor var inni í hans daglegu rútínu, þetta var á dagskrá, einfalt og árangursríkt. Hlaupaleiðin og nokkur orð frá honum eru á auglýsingu hér í stöðinni.