02.01.2007
Í næsta Extra kemur stór auglýsing og þriggja daga passi sem gildir fyrir alla sem eru 14 ára og eldri út febrúar 2007. Það þarf bara að klippa úr miðann og sýna í afgreiðslu, og hann gildir 3 daga í röð.
30.12.2006
Það mættu um 60 manns í lokatíma árasins. 7 kennarar sáu um kennsluna: Body jam og Body Attack í upphitun(Abba og Aldís). Svo var skipt í 3 hópa sem fóru í Body Pump til Birgittu, spinning hjá Önnu, Step hjá Hóffu, Fit Pilates hjá Huldu og tæki og annað bull hjá Öbbu.
20.12.2006
Stefnum á stóran áramótatíma laugardaginn 30. desember kl. 09:30-11:30. Ætlunin er að allir byrji saman og svo skiptum við ykkur í 4 hópa sem fara á milli kennara sem djöfla ykkur út.
19.12.2006
Aukahlutirnir á Gravitybekkina til að geta kennt Gravity Pilates komu í gær. Þannig að við getum byrjað með þá tíma í lok janúar.
19.12.2006
Við vorum með kynningu á Fit Pilates á dekurhelginni. Rúmlega 100 manns komu í prufutíma og líkaði vel. Því ætlum við að fara af stað með námskeið eftir áramót.
16.12.2006
Þorkláksmessa 10 - 12
Aðfangadagur lokað
Jóladagur lokað
Annar í jólum 10 - 12
Gamlársdagur 10 - 13
Nýársdagur lokað
14.12.2006
Vegna viðgerðar á snjóbræðslukerfi verður að loka aðal innganginum að Bjargi mánudaginn 18. des og þriðjudaginn 19.des. Vinsamlegast gangið um kjallara inngang á meðan á framkvæmdum stendur.
07.12.2006
Það fóru út 18 þriggja mánaðakort í gær þegar við útskrifuðum lífsstílshópana tvo eftir 14 vikna námskeið. 12 náðu 10% léttingu og hin kortin fóru svo í verðlaun fyrir mestu léttingu, flesta sentimetra farna og fyrir góða mætingu. Óskum öllum til hamingju með frábæra árangur.
05.12.2006
5 Gravitynámskeið kláruðust á föstudag, það síðasta er búið um 11. des. Síðasti tíminn hjá lífsstílshópunum er 6. des og Vo2 max er til 16. des.
05.12.2006
Munið að konutíminn og þrek 3 falla niður á föstudag. (næastum allt starfsfólkið er á leið út í óvissuna). Ólatími verður ekki á laugardag, Fit Pilates verður í stað Body Balance timans (skráning 20 komast að), Vo2max fara á gönguskíði og Hrafnhildur verður með Body Jam.