Fréttir

Árshátíðaferð starfsfólks!

Munið að konutíminn og þrek 3 falla niður á föstudag. (næastum allt starfsfólkið er á leið út í óvissuna). Ólatími verður ekki á laugardag, Fit Pilates verður í stað Body Balance timans (skráning 20 komast að), Vo2max fara á gönguskíði og Hrafnhildur verður með Body Jam.

Næst verður dekrað við starfsfólkið!

Dekurhelgin tókst vel og kennarar, starfsfólk og nuddarar dekruðu við viðskiptavinina. Margir vinningar fóru út, mánaðarkort, 50% afsláttur á Gravitynámskeið, skyrsmoothe og nuddtímar. Um næstu helgi ætlum við að fara í óvissu og árshátíðaferð með starfsfólkið.

Gaman!

Óli var nú ekkert að dekra við liðið í tímanum á laugardagsmorgunn. Eða hvað? Hann náði upp rífandi stemmingu eins og honum er lagið og allir komu sveittir og sælir út.

Ánægja með Fit Pilates!

það voru kenndir 10 Fit Pilates tímar hér á föstudag, laugardag og sunnudag. Hóffa og Abba sáu um kennsluna og eru með smá harðsperrur eins og eflaust fleiri.

Listaverkið Tengsl.

Það sagði einn viðskiptavinur að þetta væri eins og Gallerí, fullt af listaverkum út um allt. Við vígðum tvö þeirra formlega um helgina.

Sólin skín!

Matthildur Áta Hauksdóttir á listaverkið við snyrtiaðstöðuna. Hún hefur gert alla speglana sem eru hér og borðin. Hún kveikti á sólinni sem er okkar lífgjafi.

Elli 47!

Elli píp átti afmæli á föstudaginn og var komið á óvart með forláta köku kl. 06:30 að morgni.

Dekurhelgi

Þá er loksins komið að dekurhelgi! Föstudagurinn og helgin verða undirlögð í notalegheitum, eins og kertaljósi, léttum veitingum, nuddi við heita pottinn inni og fleira.

Síðubitar klára!

Frábær árangur náðist á Síðubitanámskeiðinu. Kristín Elva Viðarsdóttir losaði sig við 17,4 kg og 48,5 sm og náði líka 10% léttingunni og hreppti því 9 mánaða kort í verðlaun.

Gaman í dansinum um helgina!

Hér búin að hljóma Hip hop og house tónlist alla helgina og flottir dansarar um allt. Gyom er búin að kenna okkur fullt af skrítnum hreyfingum og flottar rútínur.