08.11.2006
Bolirnir eru loksins komnir, ýmsar tegundir, stutterma og langerma. Allt á mjög sanngjörnu verði. Nýir bolir fyrir Bjargfasta eru líka komnir, munið að sækja þá og endurnýja ef þið viljið.
08.11.2006
Haraldur Magnússon osteopati kemur hingað næsta sunnudag 12. nóvember og verður með fyrirlestur á Bjargi um aspartam sætuefnið.
07.11.2006
Það voru mörg pör sem mættu í sving og salsa hjá Jóa og Theu um helgina. Hefðum viljað sjá fleiri í línudansinum, en við lærðum 7 nýja og flotta dansa með skemmtilegum og öðruvísi rithma.
07.11.2006
Það byrjuðu 6 ný 4 vikna Gravity námskeið í gær og ofurmennanámskeiðið Vo2max. Fullt er á öllum námskeiðunum og biðlistar inn á hvert.
03.11.2006
Það virðast allir vera á leiðinni út úr bænum um helgina og því var ákveðið að fresta lokauppgjöri Vo2max námskeiðsins þar til á þriðjudag.
02.11.2006
Guðný Anna Ríkharðsdóttir, kaldur kokkur, verður með matreiðslukennslu í næstu viku fyrir alla sem eru á námskeiðum hjá okkur. Skráning á blöð í afgreiðslu.
30.10.2006
Það verður sko dansað hér um helgina. Jói og Thea frá danssmiðjunni eru á leiðinni og ætla að kenna swing og salsa fyrir pör á laugardag og sunnudag og einnig línudans fyrir alla.
28.10.2006
Fjórði bekkur í menntaskólanum kemur alltaf í tíma til okkar á hverju hausti. Þau mættu sl. viku, 6 hópar og fengu kynningu á stöðinni, prufuðu Gravity, sumir spinning, boltana og tækjasalinn.
26.10.2006
Smári Jósafatsson verður með kennaranámskeið í Fit Pilates, sem er pilates á boltum, fyrstu helgina í nóvember.
23.10.2006
Nú er fyrsta Vo2max námskeiðið að klárast. Þeir sem eru þarna eru komnir í hættulegt form, voru góð fyrir en eru á uppleið núna. Stefnum á nýtt námskeið 30. október.