17.12.2012
Hvað segið þið um að mæta í heitan tíma (25-30 stig) tvisvar í viku og Gravity einu sinni kl 6:10? Spennandi námskeið sem Abba hefur
verið með kl 9:30 og 16:30 og virka vel. Komum brennslunni af stað og gerum góðar vaxtamótandi og kjarnastyrkjandi æfingar. Heitt á
mánudögum og miðvikudögum og Gravity á föstudögum.
17.12.2012
Allt komið á hreint með hvaða tímar verða í þessari viku, opnu yfir jól og áramót og annað.
11.12.2012
Body Pump tíminn á fimmtudogum er kominn í frí tar til á naesta ári. Tímataflan í jnúar verdur eitthvad breytt en bara meira
spennndi.
07.12.2012
Það eru fá börn að mæta í gæslu þessa dagana. Inga Lóa mætir á mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum kl 9:15 og sinnir gæslunni ef einhver börn mæta í næstu viku. Við sjáum svo til með framhaldið. Gæslan á
föstudögum seinni partinn er hætt.
04.12.2012
Því miður verður engin Zumbatími næsta fimmtudag.
04.12.2012
Bryndís mun verða með brjálaðan þrektíma framvegis í hádeginu á föstudögum, ekkert Hot Yoga framar.
04.12.2012
Við byrjum að skrá á öll námskeið 12. desember. Allir sem borga við skráningu geta byrjað strax og æft frítt fram að
námskeiði. Fyrstu námskeiðin byrja 7. janúar og tínast inn allan janúar mánuð.
04.12.2012
Nýtt líf er nafnið á nýju námskeiði sem verður í boði alla virka morgna kl 9:30. Við setjum saman námskeiðin Nýr
lífsstíll og Nýtt útlit og út úr því kemur að sjálfsögðu nýtt líf. Það verða
þrektímar á mánudögum, heitir tímar á þriðjudögum og fimmtudögum, spinning/þrek á miðvikudögum og
Gravity/þrek á föstudögum. Þetta er spennandi kostur og möguleiki á að æfa 5x í viku með þjálfara og þessi
blanda er eitthvað sem virkar. Alhliða þjálfun og avo aðhald og vikuleg fræðsla í netpósti.
02.12.2012
Nú geta kosthafar á Bjargi æft í Íþróttamiðstöð Skútustaðahrepps og öfugt. Við fögnum þessu samstarfi
og það er kraftur í nýju og öflugu fólki sem rekur miðstöðina. http://imsskut.blogspot.com/
01.12.2012
Námskeiðin Nýtt útlit klárast í næstu viku