Fréttir

Body Pump í dag

Ef þú hefur ekki ennþá prufað Body Pump þá er komið að því.  Jóna kennir kl 17:30 í dag og mun taka vel á því með stöngina, lóðin, pallinn og dýnuna.  Engin spor eru í þessum tímum en Pumpið er frábær styrktarþjálfun og þið fáið góða kennslu í framkvæmd æfinga.

Fækkum tímum

Mætingin í Hot Yoga á þriðjudagsmorgnum hefur verið að dala.  Við miðum við 10 manns eða fleiri til að halda tímim inní töflunni og undanfarna þriðjudaga hafa færri en 10 mætt.  Þannig að báðir tímarnir eru úti.  Einnig eru fáir í spinning kl 16:30 á þriðjudögum og því fellur hann niður fram að áramótum. Body Step tíminn á mánudögum er úti en Hóffa kennir áfram á miðvikudögum.  Munum líklega fella fleiri tíma niður eftir þessa viku.

CrossFit í pásu

Við ætlum að hvíla CrossFit tímana í bili.  Óli verður áfram með morguntímana sem heita spinning/þrek og eru tvisvar í viku kl 6:10.  Hann hjólar í ca 20-30 mínutur og setur svo upp góðan þrekhring sem allir ráða við.  Nú þarf fólk ekki að hafa farið í gegnum grunnnámskeið í CossFit til að geta mætt í þessa tíma.  Vonumst til að sjá fleiri morgunhana í þessum tímum framvegis.

Snjór og læti

Það voru bara hörðustu og brjáluðustu viðskiptavinirnir sem brutust hingað á laugardaginn.  Nú er allt að komast í samt horf og allir mæta galvaskir eftir helgina.  Hvernig væri að mæta almennilega fram að jólum?  Við þurfum alltaf að fella út tíma í loka nóv. og alltof margir hverfa.  Samt er ekkert jólastress og enginn er að baka eða stressast fyrir jólin? Er það???

Einkaþjálfun

Það er góður hópur þjálfara á Bjargi sem sér um einkaþjálfun.  Gott er að fá sér þjálfara þegar farið er af stað og reglulega til að breyta til og læra eitthvað nýtt.  Flestir taka að sér hópa, allt að 4 saman.  Nánari upplýsingar um þjálfarana eru undir einkaþjálfun.

Ólatíminn og lífsstíllinn á sínum stað

Það stóð til að hafa Bjargmeistarann um helgina en það eru ansi margir í burtu og því frestuðum við keppninni.  Óli verður því mættur í fyrramálið með flottan tíma og hann tekur síðan lífsstílinn á eftir í enn flottari tíma.  Hóffa verður niðri með yndislegan Balance í hlýja salnum og svo mætir Eva kl 12 og allar dansskvísurnar.

Gaman í skvísutímunum

Það vantaði greinilega opna tíma fyrir 50 ára og eldri.  Konurnar eru duglegar að mæta og skemmta sér konunglega í góðum tímum hjá Öddu Þóru og Evu.  Látið þetta berast áfram, 6600kr mánaðarkort og tímar 3x í viku kl 16:15.  frjálst að mæta í allt annað.

Lífsstíll

Lífsstílsnámskeiðin okkar eru hálfnuð núna og nokkrir hætta eftir 8 vikur og slatti bætist við fyrir síðustu 7 vikurnar.  Við byrjuðum seinni hlutann á mánudaginn og gerðum upp fyrstu 8 vikurnar.  Arnbjörg Stefánsdóttir nældi sér í 6 mánuði fyrir góðan árangur og mætingu, Díana Hrund, Halla Sif, Sandra Sif og Linda unnu tvo mánuði fyrir árangur og mætingu.

Hot Yoga í dag

Nýr Hot Yoga tími byrjar í dag kl 18:30.  Erum að reyna að

Body Step fellur niður

Hómfríður er ennþá lasin og því fellur Body Step niður í dag. Bendum á spinning í staðinn á sama tíma.