16.10.2013
Núna eru ansi margir að taka sig á í meistaramánuðinum, október. Því ekki að vera með, ekki of seint að byrja
núna. T.d. að hafa samband við einkaþjálfara og vera með honum í einn mánuð. Kannski hætta gosdrykkjunni eða vanda
mataræðið í einn mánuð? Hvað er það miðað við allt lífið að fórna einum mánuði í
hollustuna?
10.10.2013
Þriðji og fjórði flokkur Þórs í handbolta og fótbolta eru með Hot yoga tíma hér á laugardögum kl 11:30. Um 40
krakkar eru að mæta og eru að standa sig svaka vel. Læra að einbeita sér, liðkast, styrkjast bæta vöðvaúthald. Einnig er gaman
að brjóta upp æfingamunstrið og gera eitthvað allt annað. Við getum tekið að okkur fleiri svona hópa, einu sinni í viku, einu sinni
í mánuði, allt í boði.
10.10.2013
Hóffa og Anný verða með svakalegan þrektíma kl 9 á laugardaginn, Bjargþrekið sem er opinn tími fyrir alla sem eiga tímakort eða
tækjasalskort. Þetta er tími sem rúmar 60 manns, nóg pláss og allt undir.
06.10.2013
Hádegishópurinn er að stækka jafnt og þétt. Hópurinn fær mjög fjölbreytta þjálfun því að í
salnum eru t.d. tvær róðrarvélar, 12 Gravitybekkir sem auka æfingaúrvalið svakalega því í bekknum er hægt að gera um 120
mismunandi styrktaræfingar. 10 líkamsræktartæki eru í salnum, 40 spinninghjól og pallar, dýnur, lóð og stagir, boltar
upphífustagir, bjöllur þyngdarboltar og svo stiginn. Það er leitun að hóptímasal sem hefur jafn fjölbreytt tæki og þessi
salur. Vegna stærðar á salnum fer vel um 40 manns og pláss fyrir 50-70 manns. Hægt er að koma inní alla hópa hvenær sem er, ekki hika
þið að koma og prufa.
29.09.2013
Nú er Hot yoga áskorunin að klárast á mánudaginn. Við hvetjum alla til að halda áfram og missa ekki niður það sem hefur
áunnist og halda áfram á leiðinni til betra lífs. Ótrúlega margir tala um að þeir hafi reynt allt í líkamsrækt en
ekki enst, svo prufuðu þeir Hot yoga og það er bara best. Seljum mánaðarkort á 10.000 kr og 10 tíma kort á sama verði.
Hægt er að kaupa aðgang fram að áramótum fyrir 25.000 kr og þá er tækjasalurinn innifalinn og Body Balance.
26.09.2013
Tóta og Adda Þóra taka við þeim sem vilja fara í unglingaþrek eða í þrektíma fyrir 50 ára og eldri. Símarnir
Þeirra eru Tóta 895-6412, Adda Þóra 867-9957.
26.09.2013
Það er hægt að byrja hvenær sem á námskeiðinu Nýtt útlit. Núna er pláss í öllum hópum, kl. 8:15, 16:30
og 17:30(18:30, 17:15). Það má fara á milli hópa og föstu tímarnir eru 11. Þrektímar í salnum uppi (Gravitybekkir), heitir
þrektímar niðri og spinning á efri hæð. Innifalið í námskeiðinu er vikuleg fræðsla í netpósti, frjáls
mæting í tækjasal, Hot yoga og Body Balance, vigtun og mælingar. Abba og Óli sjá um flesta tímana.
21.09.2013
Það hefur komið í ljós að margir eru ánægðir með lengri opnunartíma og munum við halda honum. Samt er enginn að koma eftir
kl. 21 á föstudögum. Við ætlum því að stytta föstudagana í 21. Áfram verður opið til kl 23 aðra virka daga og
10-16 um helgar.
20.09.2013
Núna erum við að klára viku 3 í Hot yoga áskoruninni. Um 70 manns eru skráðir í hana og hafa flestir verið duglegir að
mæta. Við erum með 10 tíma í boði vikulega og það er misjöfn mæting í þá, allt frá 5 og uppí
rúmlega 40. Þegar áskoruninni er lokið munu vinsælustu tímarnir halda áfram, 4-5 tímar vikulega. Hvetjum ykkur til að
mæta vel um helgina, tveir föstudagstímar, einn á laugardag og svo langi tíminn á sunnudag, allir verða að prufa einn svoleiðis.
17.09.2013
Gluggarnir og hurðin út á útisvæðið voru komin í kl 16 á laugardag. Fumlaus handtök steypusögunar norðurlands og smiðanna
voru ástæðan. Það var opið allan tímann og hægt að fylgjast með. Núna er bjart í salnum og flott að horfa yfir
í heiði. Tækjasalurinn er að virka vel og við erum búin að setja inn ýmis smáatriði sem skipta máli. Langur opnunartími
mælist vel fyrir svo og að það kosti aðeins um 4000kr á mánuði að æfa í þessum sal og komast í einn þrektíma
vikulega.