09.01.2014
Það er fullt á Dekurnámskeiðið hennar Öbbu. Við sjáum til eftir fyrstu vikuna hvort eitthvað losnar fyrir biðlistann. Enn er
pláss fyrir 10 manns á Nýtt útlit stig 2 og dekur, dans og djamm námskeiðið. Við skráum frekar langa biðlista og náum oft að
koma ansi mörgum inn af þeim.
Námskeiðin byrja eftir helgina og eru margar búnar að prufa tímana í þessari viku og klára harðsperrurnar, gott að vera laus við
þær. Við munum vigta og mæla alla sem það vilja og skrá niður til að taka þátt í áskoruninni. Hjá okkur
vinna allir sem ná markmiðunum, ekki bara einn sem fær verðlaun.
09.01.2014
Þetta námskeið er fyrir þær sem vilja dansa Zumbu, koma í Hot yoga, svitna vel í heita þrekinu hjá Öbbu og styrkja miðjuna og detta
svo inní einn og einn Body Balance tíma. Tækjasalurinn fylgir með, 15 vikur á aðeins 37.000 kr. Abba og Arna Benný kenna flesta tímana.
08.01.2014
Við höfum boðið uppá kreppukort síðan 2009. Þau kostuðu 50% minna en venjulegt mánaðarkort og þá þurfti viðkomandi
að mæta í ræktina milli kl. 10 og 16. Við erum enn að selja ódýr kort sem gilda allan daginn í tækjasalinn og kosta bara 6900
kr. Frábær kostur fyrir þá sem vilja prufa okkar góða sal og einnig ef þú ert kannski á förum eitthvert og vilt ekki binda
þig lengi.
08.01.2014
Óli og Tóta skiptast á að kenna þrektímana á morgnana kl. 6:10. Óli verður með tímann í fyrramálið,
frítt fyrir alla sem vilja prufa. Það eru líka þrektímar kl. 8:15, 12:10 og 16:30 sem tilheyra þrekkortinu.
08.01.2014
Body Balance númer 63 verður frumfluttur í dag kl. 17:30. Hóffa og Abba kenna báðar og eru allir velkomnir í tímann. Góðar
sveiflur í Tai Chi, opnun, styrkur og liðleiki tekur síðan völdin og tónlistin stjórnar ferðinni. Slökun á eftir.
06.01.2014
Tilboðið til skólanema 14 ára og eldri stendur enn. Árið á 35.000 kr í tækjasalinn og þrektíminn á laugardögum
fylgir með. 10 tímar í Hot yoga voru með til áramóta en ekki lengur.
05.01.2014
Nú geta margir tekið gleði sína á ný því Anna er mætt á svæðið og mun kenna Body Pump á miðvikudögum og
spinning annan hvern þriðjudag og föstudag. Fyrsti Body Pump tíminn hennar er næsta miðvikudag, fjölmennum og tökum vel á Því
í stóra salnum. Hægt er að kaupa sig inní þennan eina tíma í viku fyrir þá sem það vilja fyrir aðeins 14.000 kr.
næstu 16 vikurnar.
05.01.2014
Skoðið tímatöfluna vel. Það má prufa alla tíma sem stendur opið við. Heitir tímar, Hot yoga hjá Öbbu,
þrektímar kl 6:10, 8:15 og 16:30, spinning kl. 8:15, 16:30 og 17:15 og Body Pump kl. 18:30.
03.01.2014
Hægt verður að prufa heita þrektíma 1 og 2 í næstu viku. Tímarnir eru kl. 17:30 á mánudag, 16:30 og 17:30 á
þriðjudag og fimmtudag. Auðveldari tími kl. 17:30. Morguntímar verða á þriðjudag, þrek kl. 8:15 og Hot yoga kl. 9:15. Einnig
verður Hot yoga í boði kl. 16:30 á miðvikudag. Allt frítt. Hvet alla til að prufa.
02.01.2014
Það verður frítt fyrir alla í heita rúllutímann hjá Guðríði og Andreu mánudaginn 6. janúar kl. 18:30 og því
tilvalið að nýta sér það og nudda úr sér stirðleikan eftir jólin.