Sviti og hiti

Núna erum við að klára viku 3 í Hot yoga áskoruninni.  Um 70 manns eru skráðir í hana og hafa flestir verið duglegir að mæta.  Við erum með 10 tíma í boði vikulega og það er misjöfn mæting í þá, allt frá 5 og uppí rúmlega 40.  Þegar áskoruninni er lokið munu vinsælustu tímarnir halda áfram, 4-5  tímar vikulega.  Hvetjum ykkur til að mæta vel um helgina, tveir föstudagstímar, einn á laugardag og svo langi tíminn á sunnudag, allir verða að prufa einn svoleiðis.