Bjart og flott

Gluggarnir og hurðin út á útisvæðið voru komin í kl 16 á laugardag.  Fumlaus handtök steypusögunar norðurlands og smiðanna voru ástæðan.  Það var opið allan tímann og hægt að fylgjast með.  Núna er bjart í salnum og flott að horfa yfir í heiði.  Tækjasalurinn er að virka vel og við erum búin að setja inn ýmis smáatriði sem skipta máli.  Langur opnunartími mælist vel fyrir svo og að það kosti aðeins um 4000kr á mánuði að æfa í þessum sal og komast í einn þrektíma vikulega.