Fréttir

Fyrirlestur um rétt mataræði fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi.

Davíð Kristinsson næringar og lífsstílsþerapisti verður með fyrirlestur um rétt mataræði hér á Bjargi þriðjudaginn 23. september kl 20:45. Fyrirlesturinn er fyrir alla sem eru á lífsstílsnámskeiðum, Gravity námskeiðum, Vo2max og Bjargboltanum.

Söfnum fyrir Gísla og fjölskyldu!

Margir eru eflaust búnir að fá póst með beiðni um stuðning við Gísla sem lenti í hjólaslysinu 2. september í Kjarnaskógi og lamaðist fyrir neðan brjóst.

NÁMSKEIÐ!!!!

4 vikna Vo2max námskeiðið er að klárast í þessari viku. Nýtt 10 vikna námskeið hefst 22. september og verður til mánaðamóta nóv/des og síðan æfa allir frítt út árið.

Æfingar eftir kl 18:00

Það er skrítið hvað aðsókinin í tímana sem eru kl 18:30 er dræm. Það er samt troðfullt á lífsstílsnámskeiðinu kl 18:30 (50 manns).

Gravity 60+

Ósk byrjaði með Gravity námskeið fyrir 60 ára og eldri í gærmorgun. Námskeiðið er tvisvar í viku kl 09:30 og stendur í 4 vikur. Það er hægt að komast að fyrir áhugasama, 4 sæti laus.

Hvernig væri að breyta til?

Sumir eru mjög vanafastir í sinni líkamsrækt. Það er gott að breyta til reglulega og stunda fjölbreytta hreyfingu. Skoðaðu úrvalið af tímunum í tímatöflunni og skipulegðu eina eða tvær vikur þar sem þú ferð á milli og prófar sem flest.

Vinningshafar!

Opnu vikunni lauk í dag og það voru um 1000 nöfn í gestabókinni. Við drógum út 6 númer og eftirtaldir fá mánaðarkort í vinning: Húni Heiðar Halldórsson, Unnur Lára Halldórsdóttir, Jón M. Ragnarsson, Jóhann Orri Jóhannsson, Unnur Valgeirsdóttir og Guðrún Kristín Björgvinsdóttir.

Rúmlega 100 manns á lífsstílsnámskeiðum

Lífsstílsnámskeiðin byrja mánudaginn 1. september. Rúmlega 100 manns ætla að leggja í þessa 8-13 vikna ferð með Öbbu og hinum kennurunum. Námskeiðin eru sérstaklega spennandi núna því allt fræðsluefnið er nýtt og ef þátttakendur eru duglegur mun árangurinn verða góður.

Fullt 18:30

Það er löngu orðið yfirfullt á lífsstílsnámskeiðið kl 18:30 og langur biðlisti. Enn er hægt að komast að kl 19:30 og 09:30. Námskeiðin verða með nýju sniði og allt fræðsluefnið er nýtt.

Merkt

Þá er búið að merkja húsið. Snorri Guðvarðsson málaði logóið okkar á báða gafla hússins. Það er komin ný lýsing þannig að þetta sést vel og er líka glæsilegt á kvöldin.