28.08.2008
Það er löngu orðið yfirfullt á lífsstílsnámskeiðið kl 18:30 og langur biðlisti. Enn er hægt að komast að kl 19:30 og 09:30. Námskeiðin verða með nýju sniði og allt fræðsluefnið er nýtt.
21.08.2008
Þá er búið að merkja húsið. Snorri Guðvarðsson málaði logóið okkar á báða gafla hússins. Það er komin ný lýsing þannig að þetta sést vel og er líka glæsilegt á kvöldin.
21.08.2008
Leikurinn við Spánverja er í hádeginu á morgun og við búumst ekki við að margir mæti í tímann og höfum því ákveðið að fella hann niður.
21.08.2008
Abba er að drepast úr monti núna og skipar öllum að óska sér til hamingju. Ástæðan er að Vésteinn bróðir hennar er þjálfari Ólympíumeistarans í kringlukasti karla.
18.08.2008
Það voru um 25 manns sem byrjuðu á námskeiði í dag hjá Óla sem við köllum fljúgandi start. Hópurinn hittist 5x í viku og púlar saman og markmiðið er að breyta góðu formi í toppform á 4 vikum.
15.08.2008
Frá og með 25. ágúst lengjum við opnunartímann um 2 klst á dag nema eina á sunnudögum. Það verður því opið til 22:00 á virkum dögum, 20 á föstudögum, 16 á laugardögum og 14 á sunnudögum. Barnagæslan breytist 1. september.
14.08.2008
Slagorðið okkar er "náttúrulega" og vísar í að við notum náttúrulegar leiðir í þjálfun og mataræði og svo að Bjarg er sjálfsagður kostur.
14.08.2008
Það verður opin vika hjá okkur eins og undanfarin ár í lok ágúst. Þá geta allir sem eru 14 ára eða eldri æft frítt í heila viku. Gott að athuga hvað hentar ykkur, prufa nokkra tíma, tækjasalinn og pottana.
13.08.2008
Við byrjum með námskeið í Gravity Pilates 26. ágúst. Pilates er einstök leikfimi sem allir ættu að kynna sér, hvort sem þeir eru byrjendur eða íþróttamenn í toppformi.
11.08.2008
Það eru komin drög að töflu fyrir haustið. Hún fer á fullt 1. september og hluti af henni í opnu vikunni 25.-31. ágúst. Taflan er full af spennandi tímum og viljum við fá ykkar viðbrögð, sendið á abba@bjarg.is.