20.01.2009
Höfum ekki haft tíma til að skrifa inná síðuna, afsakið.
Það er mikið um að vera þegar námskeiðin eru að byrja, mikil útgáfustarfsemi, möppur með fræðslu og uppskriftum og núna var nýtt námskeið að byrja, Extreme makeover og var
14.01.2009
Það komu um 200 konur í glamúrafmælið mitt og allar voru skreyttar og glæsilegar. Mikið var um pallíettur, glimmer, glys, fjaðrir og gleði. Takk fyrir öll frábæru skemmtiatriðin, allar gjafirnar (sem áttu að vera engar) og sérstaklega fyrir að koma kæru vinkonur.
13.01.2009
Það er mikið spurt um Vo2max námskeið, og það mun byrja 19. janúar með útitíma. Ætlum að bjóða uppá 6 og/eða 12 vikna námskeið. Fastir tímar verða þrisvar í viku: mánudagar 17:30 útitími, þriðjudagar 17:30 Gravity/þrek og föstudagar 17:30 þrektími.
13.01.2009
Loksins getum við boðið uppá leikfimi fyrir barnshafandi konur og mæður með ungabörn. Anný Pálmadóttir sjúkraþjálfari ætlar að fara af stað með 4 vikna námskeið á mánudögum og miðvikudögum kl 18:30.
03.01.2009
Við vorum búin að tilkynna að gjald yrði tekið fyrir barnagæsluna eftir áramót. Við ætlum að fresta því en hækka kortin í staðinn. Vonum að þetta komi sér vel fyrir barnafólk og sérstaklega alla þá sem eru að koma á Lífsstílsnámskeiðin.
02.01.2009
Við ætlum að bjóða uppá Gravityhóp fyrir þá sem eru vel þungir eða 30+. Þessir tímar verða tvisvar í viku kl 18:30 á mánudögum og miðvikudögum. Bjóðum þessum hóp að mæta með lífsstílnum á laugardögum kl 11:30 í þrektíma, eða
02.01.2009
Abba tók fyrsta Body Balancinn sem var kenndur hér fyrir 8 árum á laugardag. Hún ætlar að endurtaka leikinn á þriðjudaginn, skemmtileg lög og góðar æfingar.
30.12.2008
Um 70 manns komu í áramótatímann í gær. Hóffa stjórnaði upphitun og marseraði með hópinn um allt hús og lét öllum illum látum. Eftir það var hópnum skipt á 4 staði og Binni hjólaði, Jóna sá um Body Attack, Anna og Birgitta pumpuðu lóðin með liðinu og Hóffa var með Body Step.
17.12.2008
Það hefur alltaf verið góð aðsókn í tíma milli jóla og nýárs. Núna verðum við með áramótagleðina á mánudegi. Það verður 2 klst tími 29. des. kl 17:00.
04.12.2008
Það var góður árangur á lífsstílsnámskeiðinu sem var að klárast á mánudaginn. Margar voru að losa sig við um 4-14 kíló á 13 vikum, sentimetrarnir fuku, 6 náðu 10% léttingu eða meira á 13 vikum og vonandi lærðu allir eithvað varðandi hollt líferni.